90 mínútna kalkúnninn hennar mömmu

Hér gefur að líta kalkúninn góða en búið er að …
Hér gefur að líta kalkúninn góða en búið er að raða ofnbökuðu grænmeti allt í kringum hann á diskinum til skreytingar. mbl.is/ÞS

Við fjölskyldan fögnuðum páskunum eins og bera ber með hátíðlegum kvöldverði þar sem jólakalkúnninn var loksins eldaður. Mamma hafði farið mikinn í lýsingum sínum og sagðist ætla að elda kalkúninn á 90 mínútum þökk sé ævafornri uppskrift úr Gestgjafanum.

Ég skal viðurkenna að ég var ekki sannfærð þar til ég smakkaði fuglinn. Hann var algjörlega frábær, meir og góður og stóð að öllu leiti undir yfirlýsingum móður minnar. 

Kryddleginn kalkúnn að hætti Gestgjafans

Hér er slegið saman tveimur aðferðum við að elda kalkún og þær má einnig nota hvora fyrir sig; leggja kalkúninn í pækil og steikja hann síðan samkvæmt heiðbundnari aðferðum eða sleppa kryddlagningunni en krydda kalúninn þess í stað eftir smekk áður en fer í ofninn og steikja hann svo við háan hita. 

  • 1 kalkúnn, 5-6 kg.

Kryddlögur

  • 250 gr sjávarsalt
  • 75 gr sykur
  • 1 msk óreganó 
  • 1 msk timían 
  • 2 tsk mýmalaður pipar
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk engifer
  • 1/2 tsk chilipipar
  • 5 lítrar að vatni hið minnsta.

Aðferð:

  1. Látið kalkúninn þiðna alveg. Sjóðið 1 lítra af vatni í potti, setjið salt, sykur og krydd út í og hrærið þar til saltið er alveg uppleyst.
  2. Hellið leginum þá í ílát, nægilega stórt til að rúma kalkúnin og hellir 3-4 lítrum af ísköldu vatni saman við. Látið löginn kólna vel.
  3. Setjið kalkúninn út í - best er að bringan snúi niður og bætið við ísköldu vatni þar ti flýtur yfir.
  4. Setjið lok yfir og látið standa á köldum stað í a.m.k. 8 klukkustundir en heldst í 24-36 klukkustundir.
  5. Takið kalkúninn þá úr pæklnum, skolið hann vel með köldu vatni og þerrið haminn með eldhúspappír.
  6. Látið hann standa við stofuhita í 30-60 mínútur. 

Fylling:

  • 1 appelsína
  • 1 sítróna
  • 1 laukur
  • 3 msk olía
  • nýmalaður pipar

Aðferð - framhald:

  1. Hitið ofninn í 240-250 gráður. Skerið appelsínuna, sítrónuna og laukinn í báta og stingið inn í kalkúninn.
  2. Setjið hann í olíuborið steikarfat eða ofnskúffu, penslið hann með olíu og stráið yfir svolitlum pipar Setjið kalkúninn í ofninn. 
  3. Breiðið álpappírsörk lauslega yfir þegar hann hefur tekið góðan lit eða eftir um 20 mínútur.
  4. Steikið hann áfram á þess að lækka hitann þar til hjöthitamælir sem stungið er í innanvert lærið þar sem það er þykkast sýnir 70 gráður. Það ætti að taka um 1 klst. og 25 mínútur fyrir fugl af þessari stærð.
  5. Ýtið honum nokkrum sinnum ti í steikarfatinu með spaða til að hann brenni síður fastur við botninn, en reynið annars að opna ofninn sem innst.
  6. Takið fuglinn út þegar hann er tilbúinn, hafið álpappírinn yfir honum og breiðið handklæði eða teppi yfir til að halda á honum hita.
  7. Látið standa í hálftíma eða lengur. Smakkið soðið úr steikarskúffunni áður en þið notið það í sósu þar sem það gæti verið of salt. 
Kalkúnninn var sérlega ljúffengur.
Kalkúnninn var sérlega ljúffengur. mbl.is/ÞS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert