Einfaldur páskabröns

mbl.is/Delish

Þetta er af­bragðssnjöll hug­mynd að bröns eða dög­urði eins og sum­ir kalla hann. Hér eru notaðar þess­ar litlu og fal­legu skál­ar sem líkj­ast potti frá Le Cr­eu­set en það gef­ur auga­leið að hægt er að nota hvers kyns eld­fast mót í staðinn. Best er þó ef þau eru lít­il því það er svo skemmti­legt að bera egg­in fram í þeim. 

Hér er mintupestó notað en við setj­um þann fyr­ir­vara að hægt er að nota nán­ast hvað sem er í staðinn. Ferska tóm­ata og basil... ost­bita sem bráðnar eða það sem ykk­ur dett­ur í hug. 

Hér er upp­skrift­in en við hvetj­um ykk­ur til að vera frum­leg og láta til ykk­ar taka. Þessi rétt­ur tek­ur bara nokk­ar mín­út­ur og er því bæði fal­leg­ur og fljót­leg­ur. 

Einfaldur páskabröns

Vista Prenta

Ofn­bökuð egg með mintupestó

  • 12 egg
  • 180 ml rjómi

Pestó:

  • 120 ml ólífu­olía
  • 1 bolli ferskt kóri­and­er
  • 1/​2 bolli fersk mintu­lauf
  • 1/​2 bolli pist­así­ur
  • 2 jalapeno, kjarn- og fræhreinsuð
  • 2 tsk sítr­ónusafi
  • 1 hvít­lauks­geiri
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 220 gráður og smyrjið formin.
  2. Setjið pestó há­efn­in í mat­vinnslu­vél og maukið.
  3. Í hvert form skal setja 2 msk af rjóma, 2 egg og 2 msk af pestói.
  4. Bakið í 12-15 mín­út­ur eða þar til hvít­an er elduð í gegn en rauðan er enn lin að hluta til.
  5. Berið fram með af­gangs pestó­inu til hliðar og ristuðu brauði.
mbl.is/​Del­ish
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert