Hægeldaður lax með fennel og sítrus

Laxinn er sérlega girnilegur að sjá.
Laxinn er sérlega girnilegur að sjá. mbl.is/Bon Appetit

Hvað er betra en bragðgóður og fullkomlega eldaður lax? Sér í lagi þegar búið er að para hann með fennel, sítrusávöxtum og smá chili. Hér gefur að líta mjög auðvelda og aðgengilega uppskrift sem allir ættu að ráða við og flestum ætti að þykja sælgæti. Hægt er að nota annan fisk í staðinn fyrir lax, til að mynda skötusel, lúðu, steinbít eða þorsk.

Hægeldaður lax með fennel og sítrus    

  • 1 miðlungsstór fennel, skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 sítróna, skorin í þunnar sneiðar
  • 1 rauður chili, skorinn þunnt
  • 4 stilkar af dilli
  • 900 gr. laxastykki
  • 180 ml ólífuolía
  • Sjávarsalt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið fennelinn, appelsínu- og sítrónusneiðarnar, chili-piparinn og fjóra stilka af dilli í grunnt eldfast mót. Kryddið með sjávarsalti og pipar. Kryddið laxinn með sjávarsalti og leggið ofan á. Hellið olíu yfir.
  2. Grillið uns laxinn er gegneldaður (eða þegar hnífsoddur fer auðveldlega í gegn) eða í 30-40 mínútur.
  3. Færið laxinn yfir á disk og takið hann í sundur í stóra bita. Má vera gróft og gert með gaffli. Ausið fennelblöndunni og olíunni úr eldfasta mótinu yfir en hendið dill-stilkunum.
  4. Kryddið með salti og pipar og setjið ferskt dill yfir.

Heimild: Bon Appetit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka