Kalkúnn er í uppáhaldi hjá mörgum - ekki síst þegar mikið stendur til. Hér gefur að líta hlægilega einfalda uppskrift að kalkúni sem allir ættu að ráða við en bragðast einstaklega vel.
Ofnsteikt kalkúnabringa
- Kalkúnabringa
- Bezt á kalkúninn
- Salt og pipar
- Smjör
Aðferð:
- Kalkúnabringan er tekin og skoluð undir köldu rennandi vatni.
- Þerruð og krydduð með bezt á kalkúninn, gott er að láta kjötið marinerast í kryddblöndunni í nokkrar klukkustundir áður en sett í ofninn.
- Ofninn er forhitaður í 140°c m. Blæstri ef ofninn er ekki blástursofn skal hækka hitann um 10-20°c
- Kalkúnabringan er sett í eldfastmót krydduð með salt og pipar, síðan væn sneið af smjöri sett ofan á hana miðja.
- Bringan skal elduð að kjarnhita 71°c eða því sem nemur 40-45 mín á hvert kíló