Guðdómleg gulrótakaka með vanillu og púðursykursmjörkremi

mbl.is/Good Housekeeping

Gulrótakökur eru í miklu uppáhaldi hjá flestum og við leyfum okkur að fullyrða að þessi sprengi alla skala. Kakan er sérlega úthugsuð og skemmtileg og uppáhaldið er síðan auðvitað þetta dásamlega smjörkrem sem er mun meira viðeigandi með gourmet-gulrótaköku en hefðbundið glassúrkrem.

Guðdómleg gulrótakaka með vanillu og púðursykursmjörkremi

  • 1 bolli hveiti
  • 3/4 bollar heilhveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1/2 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. kanilduft
  • 1 ts.k kardimommuduft
  • 1/2 tsk. sjávarsalt
  • 3/4 bolli dökkur púðursykur
  • 1/4 bolli mólassi
  • 2 stór egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 bolli maukaðar og eldaðar gulrætur (eða gulrótamauk fyrir börn)
  • 1/3 bolli brætt smjör
  • 3 gulrætur, skrúbbaðar, skrældar og rifnar gróft niður
  • 3/4 bolli valhnetur eða pekanhnetur, ristaðar og saxaðar

Smjörkrem

  • 2/3 bollar ósaltað smjör við stofuhita
  • 1 vanillubaun, skorin langsum í tvennt
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 3/4 bolli flórsykur – sigtaður
  • 1/3 bolli púðursykur
  • 3 msk. rjómi, sjávarsalt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið form (hér var notað klassískt jólakökuform). Setjið smjörpappír í formið og látið nóg af pappír standa upp úr á hliðunum til að hægt sé að toga kökuna upp. Smyrjið pappírinn einnig.
  2. Í stóra skál skal blanda saman báðum hveititegundunum, lyftidufti, matarsóda, kanil, kardimommum og salti.
  3. Í hrærivélarskálina skal blanda saman púðursykri, mólassa, eggjum og vanillu. Bætið því næst gulrótamaukinu saman við og hrærið. Hafið vélina stilta á miðlungshraða og hellið því næst smjörinu rólega saman við uns fyllilega blandað. Hellið gulrótablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið saman með sleif.
  4. Setjið að síðustu rifnu gulræturnar og hneturnar saman við.
  5. Setjið í kökuformið og bakið í 40-45 mínútur eða þar til hægt er stinga í hana og prjónninn kemur hreinn út. Látið kökuna standa í forminu í 10 mínútur.
  6. Lyftið kökunni varlega upp á pappírnum og fjarlægið hann svo. Látið kökuna kólna á grind þar til hún er fyllilega köld.
  7. Meðan kakan kólnar skal gera smjörkremið. Setjið smjörið í stóra skál. Skafið fræin úr vanillustönginni. Þeytið saman í hrærivél þar til smjörið er orðið létt og loftmikið eða í 1-2 mínútur.
  8. Bætið því næst sykrinum saman við og haldið áfram að þeyta. Aukið smám saman hraðann. Stoppið hrærivélina og bætið rjómanum við. Þeytið áfram.
  9. Setjið kremið á kökuna þegar hún er orðin köld og stráið sjávarsalti yfir hana.
Þetta er kaka sem allir verða að prófa.
Þetta er kaka sem allir verða að prófa. mbl.is/Good Housekeeping
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert