Einföld og fljótleg lasagna uppskrift

mbl.is/Fallegt & freistandi

Hér gefur að líta uppskrift að lasagna sem er fullkomin í kvöldmatinn. Einföld og fljótleg - svo að ekki sé minnst á að hún er sérlega bragðgóð.

Fljótlegt og gott lasagne með hvítri sósu

  • 1 pakki nautahakk
  • 1 pakki ferskt lasagna
  • ½ rauðlaukur, smátt skorinn
  • 3 meðal stórar gulrætur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 stór krukka (750 ml) pastasósa
  • 1 msk ítölsk kryddblanda
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk pipar
  • u.þ.b. 1 stór lúka spínat, sjá aðferð
  • 300 g rjómaostur
  • 1 egg
  • 100 g rifinn ostur


Aðferð:

  1. Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 200°C.
  2. Skerið laukinn, og gulræturnar smátt niður. Steikið grænmetið á pönnu þangað til laukurinn er orðinn vel mjúkur.
  3. Bætið þá hakkinu út á pönnuna og steikið það þangað til það er fulleldað.
  4. Skerið hvítlauksgeirana smátt niður og steikið þá létt með hakkinu. Bætið sósunni út á pönnuna. Kryddið sósuna svolítið eftir smekk.
  5. Setjið rjómaost í skál og hrærið hann þangað til hann verður mjúkur. Bætið þá 1 eggi saman við og hrærið saman.
  6. Takið ykkur frekar stórt eldfast mót, setjið þunnt lag af kjötsósu í botninn og leggið svo lasagna plötur yfir. Setjið 1/3 af hvítu ostasósunni yfir lasagna plöturnar. Takið 1 góða lúku af skoluðu + þerruðu spínati og dreifið yfir. Setjið svo kjötsósu + lasagna plötur+hvítasósu yfir og endurtakið það svo í þriðja skiptið.
  7. Dreifið rifnum osti yfir og bakið inn í ofni í 25 mín.

Heimild: Fallegt og freistandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka