Ljúffengir laxaborgarar með hrásalati

Girnilegir laxaborgarar sem ættu að slá í gegn á hverju …
Girnilegir laxaborgarar sem ættu að slá í gegn á hverju heimili. mbl.is/A pinch of salt

Þessi réttur er í senn afskaplega auðveldur og bragðgóður. Að auki er hann barngóður þannig að þetta er hinn fullkomni fjölskyldukvöldverður. 

Vissulega er hægt að nota annan fisk í borgarana - það er alls ekki heilagt en smakkið til og verið óhrædd við að prufa ykkur áfram með kryddblöndur og kryddjurtir. Svo er alltaf gott að læða smá smjöri á steikarpönnuna er stemningin kallar á. En bara annars ekki...

Laxaborgarar

  • 380 gr eldaður lax
  • 2 egg
  • 1/2 brauðmylsna
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/4 bolli ferskar kryddurtir
  • kreysta af sítrónusafa
  • ólífuolía til steikingar

Hrásalat

  • 1 kálhaus, fínt rifinn
  • 240 ml grísk jógúrt
  • 2-3 hvítt edik
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1/2 bolli ferskar jurtir
  • ólífuolía

Aðferð:

  1. Borgararnir: Takið laxinn í sundur. Blandið öllum hráefnunum saman og gerið þrjá stóra eða fjóra miðlungs borgara. Hitið olíuna á pönnu og steikið borgarana í nokkrar mínútur eða þar til báðar hliðar eru orðnar gylltar og stökkar. Setjið á eldhúspappír og sáldrið salti yfir. 
  2. Hrásalatið: Blandið öllum hráefnunum saman. Smakkið til. 
  3. Setjið hrásalatið á disk og borgara ofan á. Gott er að bera borgarana fram með grískri jógúrt.

Heimild: A pinch of yum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert