Það er vor í lofti og ljóst að grillvertíðin er að bresta á. Hér gefur að líta uppskrift að gómsætu lambalæri sem auðvitað má elda innandyra án þess að það bitni á gæðunum. Pistasíuhjupurinn eða raspið er líka sérlega áhugavert og ætti að taka annars frábært kjöt upp í næstu hæðir.
Grillað innlæri með pistasíuraspi, grilluðum vorlauk og sætkartöflumús
Penslið sneiðarnar með olíu og kryddið með salt og pipar. Grillið á miðlungshita í um það bil 2 mínútur á hverri hlið. Setjið kjötið á disk og látið standa í 5 mínútur hulið álpappír áður en það er borið fram.
Flysjið sætkartöflurnar og skerið niður í stóra bita. Skolið og þurrkið af allt vatn. Setjið í ofnskúffu ásamt hvítlauk og olíu. Bakið á 180°C í 25 mínútur eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn. Færið yfir í skál og maukið. Hitið rjómann í potti og bætið sætkartöflumaukinu við þegar suðan er komin upp. Kryddið með salt og pipar. Pistasíuraspur
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og kryddið með salt og pipar
Grillaðir vorlaukar
Penslið laukana með olíu og grillið á miðlungshita í 1 mínútu á hvorri hlið.