Bláberjafylltar bollakökur

Þetta er fullkominn dagur til baksturs og hví ekki að skella í þessar bláberjafylltu elskur. Merkilega auðveldar og við allra hæfi. Þessar eiga svo sannarlega eftir að hitta í mark.

Bláberjafylltar glútenlausar bollakökur

  • 6 egg
  • 2 ¼ dl sykur
  • 7 dl möndlumjöl
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • bláberjasulta
  • 200 g smjör við stofuhita
  • 200 g rjómaostur við stofuhita
  • 400 g flórsykur
  • 1 dl möndluflögur
  • u.þ.b. 200 g fersk bláber

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 165°C.
  2. Þeytið egg og sykur þangað til blandan verður ljós og mjög loftmikil.
  3. Blandið saman möndlumjöli, lyftidufti og salti. Sigtið út í eggjablönduna og blandið varlega saman við með sleikju.
  4. Setjið pappírs bollakökuform í bollakökuálbakka. Setjið deigið í formin, fyllið það upp 2/3. Bakið kökurnar inn í ofni um það bil 20 mín.
  5. Þeytið saman smjör og rjómaost þangað til blandan verður létt og loftmikil. Bætið flórsykrinum út í og blandið vel saman.
  6. Ristið möndluflögur á pönnu þangað til þær eru byrjaðar að brúnast vel.
  7. Kælið kökurnar og takið þær úr álbakkanum.
  8. Setjið 1 tsk af bláberjasultu á hverja köku og setjið eina góða matskeið af kremi yfir sultuna. Dreifið úr kreminu með hníf án þess að hreyfa of mikið við sultunni. Setjið u.þ.b. 1 tsk af möndluflögum í miðjuna á kreminu og setjið svo þrjú bláber yfir.

Uppskrift: Fallegt og freistandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert