Hraðréttir: Geggjaðar pönnukökur sem allir ráða við

Matarvefurinn kynnir með stolti hina æsispennandi sjónvarpsþætti Hraðrétti þar sem kennt verður hvernig á að elda fram úr hófi gómsæta rétti á einfaldan hátt.

Við byrjum á þessum einföldu en bráðhollu pönnukökum sem engan ættu að svíkja.

Spínatpönnukökur

12 stk.

  • 40 g spínatsalat
  • 250 g grísk jógúrt frá Örnu (hún er þéttari en gengur og gerist og hentar því betur)
  • 1 stórt egg
  • 1 msk. hunang
  • 80 g heilhveiti
  • 70 g hveiti
  • ½ tsk. matarsódi
  • ½ tsk. lyftiduft
  • örlítið salt

Að auki:

  • olía til að steikja upp úr

Berið fram með:

  • 200 g grísk jógúrt frá Örnu
  • 3 msk. hunang
  • 150 g blönduð ber
  • hnefafylli ristaðar hnetur eða fræ

Aðferð:

  1. Setjið spínatsalatið í matvinnsluvél og tætið það svolítið í sundur.
  2. Bætið öllu innihaldi sem er í uppskriftinni í matvinnsluvélina og vinnið saman í deig.
  3. Hitið olíu á pönnu og steikið litlar pönnukökur u.þ.b. 3-4 í einu.
  4. Berið fram með grískri jógúrt, berjum, hunangi og ristuðum hnetum.
Einfaldar en afskaplega bragðgóðar spínatpönnukökur.
Einfaldar en afskaplega bragðgóðar spínatpönnukökur. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert