Súpan sem allir elska

Blómkálssúpan góða.
Blómkálssúpan góða. mbl.is/TM

Súpur geta verið hollur, ódýr og næringarríkur matur sem einnig má frysta eða kippa með í nesti. Þessi er í miklu uppáhaldi en hún er ákaflega saðsöm og góð. Fullkomin kvöldverður með ristuðu súrdeigsbrauði. Í súpuna má nota spergilkál í stað blómkáls eða sleppa sellerírótinni og setja meira blómkál á móti .

Blómkálssúpan sem allir elska

  • 1 stór laukur
  • 2 msk smjör
  • 400 g blómkál
  • 400 g kartöflur
  • 200 g sellerírót
  • 1 líter vatn
  • 3 msk grænmetiskraftur (ég notaði frá Sollu)
  • 200 ml matreiðslurjómi
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk nýmalaður pipar
  • 1 lúka fersk bailika (eða kóríander eða spínat)

Aðferð:

  1. Skrælið kartöflurnar og sjóðið í potti ásamt selerírótinni.
  2. Á meðan kartöflurnar malla er laukurinn saxaður og látin mýkjast í smjöri á pönnu.
  3. Þegar kartöflurnar eru nánast tilbúnar ferhelmingurinn af blómkálinu út í og látið sjóða í nokkrar mínútur uns allt er orðið mjúkt. Þá er vatninu hellt af.
  4. 1 líter af soðnu vatni er bætt út í pottinn ásamt rjóma og grænmetiskraft og ferskri basilíku. 
  5. Maukið allt með töfrasprota. Kryddið með salt og pipar og þynnið með vatni ef vill.
  6. Saxið restina af blómkálinu ogbætiðút í súpuna áður en hún erborin fram svo blómkálsbittarnir séu stökkir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert