LKL Mínútusteik með kryddsmjöri og spínati

Lágkolvetna mínútusteik sem engan ætti að svíkja.
Lágkolvetna mínútusteik sem engan ætti að svíkja. mbl.is/

Hér kemur uppskrift af mínútusteik sem sögð er ofureinföld og sérdeilis bragðgóð. Uppskriftin er lágkolvetna og tilheyrir LKL pakkanum á

<a href="https://www.einntveir.is/" target="_blank">Einn, tveir og elda</a>

sem notið hefur mikilla vinsælda.

<strong>LKL Mínútusteik með kryddsmjöri og spínati</strong> <em>fyrir 2</em> <ul> <li>400 gr mínútusteik</li> <li>12 stk kirsuberjatómatar</li> <li>6 greinar kóríander</li> <li>200 gr spínat</li> <li>2 msk ólífuolía</li> <li>50 gr smjör</li> <li>Sítrónupipar, paprikukrydd og salt eftir smekk</li> </ul>

Aðferð:

<ol> <li>Skerið tómatana í tvennt og setjið í skál</li> <li>Saxið kóríander gróflega og bætið við tómatana ásamt 2 msk af ólífuolíu og klípu af sjávarsalti</li> <li>Hitið ólífuolíu á pönnu. Kryddið mínútusteikina með salti og pipar og steikið á vel heitri pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið. Eldunartími fer eftir hitastigi pönnunar og hversu vel þú vilt að steikin sé elduð.</li> <li>Berið steikina fram á salatbeðinu og toppið með kryddsmjöri. Njótið vel!​</li> </ol>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert