Vandræðalega gott taco salat

Girnilegt salat sem stendur undir væntingum.
Girnilegt salat sem stendur undir væntingum. mbl.is/Food52

Það er alltaf góð hugmynd að fá sér tacosalat enda eru þau merkilegt fyrirbæri. Auðveldlega væri hægt að efna til samkeppni og engin innsendra uppskrifta yrði eins. Möguleikarnir eru endalausir og ekki er annað hægt en að dæsa yfir þessarri enda kemir þar ýmissa gómsætra grasa.

Vandræðalega gott taco salat

  • 2 bollar kjúklingabaunir, hreinsið og skolið
  • 1 búnt af kóríander, gróft saxað
  • 1 jalapenjo, fræheinsað og gróft saxað
  • safi af 2 lime
  • 120 ml ólífuolía + auka
  • 120 ml hunang eða agave
  • ¼ tsk sjávarsalt
  • 2 bollar af kirsuberjatómötum (um 300 gr), þeir stærstu skornir í tvennt
  • 2 hvítlauksgeirar, skrældir og marðir
  • 1 ½ tsk chili krydd
  • ¼ tsk cumin krydd
  • ¼ tsk reykt paprika
  • ¼ tsk cayenne pipar

Aðferð:

  1. Þerrið kjúklingabaunirnar og látið þær standa í klukkustund eða svo.
  2. Gerið vinagrettu á meðan. Setjið kóríander, lime safa, ólífuolíu, hunang, salt og helminginn af jalapenjo í blandara. Smakkið til og bragðbætið eftir þörfum. Ef þið vilið hafa blönduna sterkari skal setja hin helminginn af jalapeno piparnum saman við.
  3. Þegar kjúklingabaunirnar eru orðnar þurrar skal hita ofninn í 200 gráður. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og setjið tómatana á. Bætið marða hvítlauknum saman við, sullið smá olíu yfir og saltið.
  4. Setjið kjúklingabaunirnar í aðra ofnskúffu. Setjið báðar ofnskúffurnar inn í ofn og bakið í 30 mínútur. Hreyfið kjúklingabaunirnar til reglulega.
  5. Blandið kryddinu saman í skál. Þegar kjúklingabaunirnar koma úr ofninum skal setja matsekið af olíu yfir þær og kryddblönduna. Látið kólna ögn því þær verða ennþá betri þá.

Samsetning:

  • 1 kálhaus – helst romaine. Fínt saxað niður.
  • 1 dós af svörtum baunum, hreinsaðar.
  • 1 avókadó, skorinn í teninga
  • Góð lúka af tortilla flögum.
  • ½ bolli vorlaukur, fínt saxaður

 Uppskrift: Food52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert