Drauma eftirréttur með súkkulaðiskyri og marengsrósum

Girnilegur eftirréttur sem slær í gegn.
Girnilegur eftirréttur sem slær í gegn. mbl.is/Gott í matinn

Ef það er einhverntíman rétti tíminn til að baka þá er það akkrúrrat núna. Þessi huggulegi eftirréttur sameinar ansi mart af því sem flestir elska: kex, marengs og skyrköku.

Það er Hjördís Dögg Grímarsdóttir og Gott í matinn sem eiga heiðurinn að þessari uppskrift.

Eftirréttur með súkkulaðiskyri og marengsrósum

Uppskrift fyrir 10 skálar

Marengsrósir:

  • 4 stk. eggjahvítur
  • 220 g sykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • Matarlitur

Botn:

  • 24 stk. Oreokex
  • 50 g smjör – brætt
  • 1 msk. sykur

Súkkulaðiskyrfylling:

  • 2 dósir Ísey skyr með dökku súkkulaði og vanillu
  • ½ l rjómi – þeyttur
  • 200 g Toblerone – brætt

Skraut

  • Jarðarber

Aðferð:

Eggjahvítur eru þeyttar og sykri blandað saman við. Blandan er þeytt þar til hún er orðin stífþeytt. Þá er lyftidufti og matarlit blandað saman við.

Marengsblandan er sett í sprautupoka með sprautustútnum 1 M. Rósir eru sprautaðar á bökunarpappír þannig að rósir myndast. Marengsrósirnar eru bakaðar við 130°C hita í 1 ½ klst.

Oreokex er mulið og sett í skál. Sykri og bræddu smjöri er hrært saman við. Mulningurinn fer í botn á skálum eða glösum.

Þá er Toblerone brætt yfir vatnsbaði, leyft að kólna og síðan blandað saman við súkkulaðiskyrið. Þá er rjómi þeyttur og blandaður varlega saman við skyrblönduna.

Skyrblandan er þá sett yfir Oreomulninginn. Það kemur skemmtilega út að skera jarðarber í sneiðar og setja á milli. Marengsrós kemur síðan yfir blönduna.

Marengsrósirnar tilbúnar.
Marengsrósirnar tilbúnar. mbl.is/Gott í matinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert