Ofurmorgunverður einkaþjálfarans

Góð leið til að byrja daginn.
Góð leið til að byrja daginn. mbl.is/Anna Eiríks

Alltaf er dásamlegt að fylgjast með því hvað einkaþjálfarar landsins og þeir sem eru almennt í góðu formi fá sér í morgunmat.

Anna Eiríks á heiðurinn að þessum girnilega morgungraut sem á rætur sinnar að rekja til Ellu hinnar ómótstæðilegu (Deliciously Ella). Hún segir grautinn jafngóðan kaldan daginn eftir. 

Grauturinn sé saðsamur og gefi góða orku og því varla hægt að byrja daginn betur. 

Ofurmorgunverður einkaþjálfarans

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

  • 1 dl haframjöl
  • 2 dl kókosmjólk í fernu
  • 1 tsk. kókosolía
  • 1/3 bolli kókosmjöl
  • 1/3 bolli hakkaðar möndlur
  • Akasíu-hunang og ber

Aðferð:

Setjið haframjöl og kókosmjólkina í pott og sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til grauturinn hefur þykknað.

Blandið kókosolíunni, kókosmjölinu og hökkuðu möndlunum saman við og hrærið öllu vel saman.

Njótið með berjum og smá akasíu-hunangi!

Anna Eiríksdóttir.
Anna Eiríksdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert