Steiktur fiskur með aioli dressingu

Gómsætur fiskur.
Gómsætur fiskur. mbl.is/Food52

Steiktur fiskur er eitt það allra besta sem hægt er að gæða sér á og hér gefur að líta uppskrift þar sem fiskurinn er hjúpaður með panko. Panko er japanskt hráefni – fáránlega gott en svakalega dýrt. Það er fremur erfitt að fá það hér á landi en þó eru nokkrar sérvöruverslanir sem selja það.

Steiktur fiskur með aioli dressingu

Aioli

  • 2 hvítlaukgeirar – kremjið þá snögglega til að hleypa út bragðinu
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 eggjarauður
  • 2 msk ferskur lime safi
  • 1 tsk nýrifinn lime börkur
  • 1 msk ferskt saxað tarragon
  • ½ tsk sjávarsalt
  • svartur nýmalaður pipar
  • 100 ml matarolía

Aðferð:

  1. Byrjið á því að steikja hvítlaukinn í 2 msk af ólífuolíu. Látið hann malla í olíunn í smá stund á lágum hita en passið upp á að hvítlaukurinn fari ekki að brúnast. Slökkvið undir og látið hvítlaukinn sitja í olíuni þar til hann er orðinn mjúkur í gegn. Hægt er að gera þetta deginum áður til að hvítlauksbragðið verði sem mest
  2. Blandið eggjarauðum, hvítlauskgeirunum, lime safa, lime berki, tarragoni, salti og pipar saman í blandara. Blandið uns silkimjúkt.
  3. Hafið blandarann í gangi á lágum hraða og bætið matarolíunni og hvítlauksolíunnni rólega saman við. Kryddið til eftir smekk.  

Fiskur í panko (eða raspi)

  • Olía til að steikja viskinn
  • 450 gr þorskur
  • 2 egg – pískuð
  • 1 bolli panko – eða raspur
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið olíuna á pönnu. Sumir vilja djúpsteikja fiskinn og það er í sjálfu sér allt í lagi nema það er frekar óhollt og ekki allir sem kæra sig um djúpsteiktan kvöldmat. En það er alfarið ykkar val.
  2. Skerið fiskinn í stykki, dýfið ofan í eggin og veltið svo upp úr panko eða brauðraspi.
  3. Setjið stykkin á pönnuna og steikið uns gullinbrún og falleg.
  4. Berið fram með nýsoðnum kartöflum, grænmeti og svo aioli dressingunni. 

Uppskrift: Food52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka