Lágkolvetnafæði nýtur mikilla vinsælda og skyldi engan undra. Hér gefur að líta eins gómsæta uppskrift að kjúklingi með avókadó, lime og tómatsalsa.
Rétturinn er fljótlegur í framkvæmd og er heppilegur við flest tilefni - þá ekki síst þegar gera á vel við sig með bragðgóðum mat sem er um leið kolvetnasnauður.
Uppskriftin kemur úr smiðju snillinganna í Einn, tveir og elda enda hafa LKL pakkarnir frá þeim notið mikilla vinsælda.
LKL kjúklingur með avókadó og lime
Fyrir tvo
Aðferð:
1. Byrjið á að hita ólífuolíu á pönnu. Kryddið kjúklinginn með mexíkó kryddblöndunni og steikið á vel heitri pönnunni í um það bil 2 mínútur á hvorri hlið.
2. Leggið kjúklinginn í eldfast mót og setjið í 180°c heitan ofn í um það bil 8 mínútur eða þar til fulleldaður.
3. Skerið tómatana í tvennt og setjið í skál.
4. Skerið avókadóið langsum, fjarlægið steininn, afhýðið og skerið í litla bita. Bætið avókadóinu í skálina með tómötunum.
5. Setjið ½ dl af ólífuolíu í tómat- og avókadó blönduna ásamt klípu af pipar og kreistum lime safa úr ½ lime. Blandið þessu vel saman og berið fram ásamt kjúklingalærunum.