Múffur með kókos og banönum

Ásdís Ásgeirsdóttir

Þess­ar múff­ur ættu að slá í gegn á ein­hverj­um heim­il­um enda framúrsk­ar­andi blanda af góðgæti þar á ferð. Svo má færa sann­fær­andi rök fyr­ir því að þær séu bráðholl­ar enda stút­full­ar af ávöxt­um alls kyns fín­eríi. 

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju meist­ar­anna í Em­ily and the cool kids.

Múffur með kókos og banönum

Vista Prenta

Múff­ur með kó­kos og ban­ön­um 

Fyr­ir 6 múff­ur

  • 120 g eplamauk án viðbætts syk­urs
  • 80 ml fljót­andi kó­kosol­ía
  • 120 ml jurtamjólk (möndlu, kó­kos, soja, hafra o.s.frv.)
  • 240 g hveiti
  • 100 g kó­kos­flög­ur eða kó­kos­mjöl, eft­ir smekk
  • 160 g púður­syk­ur
  • 2 þroskaðir ban­an­ar
  • 1 msk. lyfti­duft

Aðferð:

  1. Fyr­ir þessa upp­skrift er not­ast við múffu­form úr síli­koni í stærri kant­in­um. Það má nota minni form, en at­hugið að bök­un­ar­tím­inn stytt­ist við það og þarf að fylgj­ast vel með.
  2. For­hitið ofn­inn í 170 °C.
  3. Léttristið kó­kos­flög­urn­ar í ofn­in­um þar til þær eru gyllt­ar. Fylgj­ast þarf vel með svo að þær brenni ekki. Kælið.
  4. Blandið eplamauki, olíu og mjólk sam­an í skál.
  5. Blandið hveiti, sykri, lyfti­dufti, kó­kos­flög­um (eða mjöli) og gróf­hökkuðum ban­ön­um í aðra stærri skál.
  6. Hellið vökv­an­um yfir þur­refna­blönd­una og hrærið þar til allt er orðið vel sam­einað.
  7. Dreifið deig­inu í múffu­formið og stráið því næst kó­kos­mjöli yfir.
  8. Bakið við 170 °C í 25-30 mín­út­ur. Kök­urn­ar eru til­bún­ar ef hnífsodd­ur sem stungið er í þær miðjar kem­ur út þurr.
  9. Njótið með góðum heit­um drykk eða mjólk­urglasi.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert