Nágrannarnir halda að ég sé galin

Náttföt eru fyrirtaks morgunverðarklæðnaður. Tobba elskar að drekka morgunkaffið í …
Náttföt eru fyrirtaks morgunverðarklæðnaður. Tobba elskar að drekka morgunkaffið í náttfötunum úti í garði. mbl.is/

Tobba Marinósdóttir, rithöfundur og matgæðingur, gefur í dag út sína sjöttu bók, Gleðilega fæðingu. Bókina skrifar hún með Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbirni Þorsteinssyni, gjörgæslu- og svæfingarlækni. Bókin var rúmlega þrjú ár í skrifum og er að sögn Tobbu gullmoli fyrir verðandi foreldra. 

„Þetta er í raun eina bókin sem segir nákvæmlega frá því sem gerist inni á fæðingarstofunni. Hvað er töng, til hvers er hún notuð? Er mænurótardreifing hættuleg? Hvað er fæðingaráætlun? Hvað stendur mér til boða í fæðingunni? Þetta er bara brot af þeim spurningum sem bókin svarar svo faglega en um leið skemmtilega með skýringarmyndum og persónulegum reynslusögum,“ segir Tobba sem fagnaði því að fá fyrsta eintakið í hendurnar með því að baka pönnukökur. 

„Við mæðgur gerðum vel við okkur og skelltum í bananapönnukökur sem við borðuðum úti á palli á náttfötunum. Nágrannarnir hafa líklega haldið að ég væri galin að bera hálfan ísskápinn út klukkan 8 um morgun en það var sól og lífið er núna,“ segir Tobba sem mælir með þessum hollu barnvænu pönnukökum sem taka stutta stund í gerð en veita mikla gleði.

Bananapönnsur á mínútum 
Sirka 4 stórar 

2 vel þroskaðir bananar 
3 væn egg 
1 bolli hafrar 
1 msk. mjólk 
1 tsk. kanill 
1/3 tsk. salt 

Allt sett í blandara og blandað uns kekkjalaust. Ef vill má vel bæta við nokkrum bláberjum og hræra þau varlega saman við. 

Steikið á pönnu upp úr olíu eða smjöri í sirka 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til gylltar. 

Ég toppa þær svo með grískri jógúrt, hunangi, bláberjum, granateplum og heimagerðu granóla. Einnig má nota sykurlausa sultu í stað hunangs. Guðdómlegt! 

Best er að borða þær á náttfötunum úti í garði! 

Fallegt, heilnæmt og hollt! Hver segir nei takk við þessum …
Fallegt, heilnæmt og hollt! Hver segir nei takk við þessum morgunverði? mbl.is/TM
Gleðilega fæðingu er sjötta bók Tobbu en hún skrifar bókina …
Gleðilega fæðingu er sjötta bók Tobbu en hún skrifar bókina með Aðalbirni og Hildi en hugmyndina átti Hildur sem er einn fremsti fæðingarlæknir landsins.
Dúndur morgunverðarbomba.
Dúndur morgunverðarbomba. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert