LKL ofnbakaður þorskur í rjómasinnepssósu

mbl.is/

Þar sem senn fer að bresta á með sumri er ljóst að landinn er afar meðvitaður um kolvetnainntöku sína og lágkolvetnauppskriftir njóta mikilla vinsælda.

Hér er ein skotheld og afar gómsæt úr smiðju Einn, tveir og elda enda hafa LKL pakk­arn­ir frá þeim notið mik­illa vin­sælda. 

Ofnbakaður þorskur í rjómasinnepssósu

Fyrir tvo

  • 360 g þorskhnakkar
  • 300 g brokkólí
  • 1 laukur
  • 60 gr kapers
  • 250 ml rjómi
  • 50 g dijon sinnep
  • 100 g salat
  • 1 tómatur

Aðferð:

  1. Skerið brokkólíið í munnbitastærðir og saxið laukinn. Steikið á vel heitri pönnu upp úr ólífuolíu í um það bil 5 mínútur.
  2. Bætið kapers á pönnuna og steikið í 2 mínútur til viðbótar, setjið síðan grænmetið í botninn á eldföstu móti.
  3. Leggið þorskbitana á grænmetið ásamt klípu af salti og pipar.
  4. Blandið rjóma og dijon sinnepi saman og hellið yfir þorskinn og grænmetið. Bakið í ofni í 180°c í 20 mínútur.
  5. Skerið tómatinn í litla bita og blandið saman við salatið, berið fram með fiskréttinum, njótið vel!
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka