Ester Hilmarsdóttir
Eins freistandi og það er að skjótast út í búð og kaupa tilbúið bökudeig er fátt sem jafnast á við heimagert smjördeig sem bráðnar í munni. Margir mikla verkið eflaust fyrir sér en þessi uppskrift er sáraeinföld og fljótleg.
Dýrðlegt bökudeig á 15 mínútum
Aðferð:
Hrærið vatnið rólega saman við, í litlum skömmtum, og vinnið deigið þar til það rétt heldur sér saman. Ekki hnoða deigið um of. Dreifið dass af hveiti á borðið og skiptið deiginu í tvennt. Annar hlutinn fer undir bökufyllinguna og hinn yfir.
Fletjið deigin tvö út svo þau passi á um það bil 22 sentímetra stórt hringlaga eldfast mót, best er að það nái aðeins út fyrir brúnirnar. Leggið eitt deig á botninn í eldfasta mótið og ýtið létt í botninn og upp með brúnum. Mokið eftirlætisfyllingunni yfir og leggið svo seinna deigið yfir herlegheitin. Gott er að láta það ná niður fyrir deigið í botninum og klípa þau saman með fingrunum svo tolli vel.