Nýr veitingastaður opnar út á Granda

Rita Didriksen ásamt yfirkokkinum, Glenn Moyle.
Rita Didriksen ásamt yfirkokkinum, Glenn Moyle. Haraldur Jónasson/Hari

Á Grandanum hefur opnað nýr veitingastaður sem kallast Lamb Street Food og er – eins og nafnið bendir til – staður sem býður upp á afar snjalla blöndu af því sem kallast street food eða götumatur og er oft skilgreint sem vandaða útgáfan af skyndibita og svo hágæða íslensku hráefni þar sem lambið er í forgrunni. Í brúnni stendur hugsjónarkonan Rita Didriksen sem ákvað að venda kvæði sínu í kross og opna veitingastað en hún starfaði sem framhaldsskólakennari fram til ársins 2015 þegar hún ákvað að fara út í veitingarekstur á samt eiginmanni sínum Ásmundi Pálmasyni.

Haraldur Jónasson/Hari

„Ég trúði á þessa hugmynd og þrátt fyrir að þetta sé búin að vera grýtt leið að mörgu leiti þá er ég enn sannfærðari eftir að ég opnaði og finn viðtökurnar sem maturinn er að fá,“ segir Rita en staðurinn opnaði formlega um síðustu helgi eftir að síðustu leyfin duttu í hús. „Við auglýstum ekki neitt eða þannig. Bara opnuðum dyrnar. Fyrsta daginn var rólegt en þó mjög áhugavert að fá viðbrögðin. Daginn eftir var mikið að gera og ég ímynda mér að margir hafi rekið augun í staðinn deginum áður og orðið forvitið. Allavega þá var mikið að gera og gekk á ýmsu eins og gengur og gerist þegar staður er nýopnaður en það kom ekki að sök og viðbrögð gestanna voru frábær,“ segir Rita um fyrstu dagana.

Staðurinn er mjög fallegur.
Staðurinn er mjög fallegur. Haraldur Jónasson/Hari

Lengstan tíma tók að finna rétta húsnæðið en það fann Rita síðasta haust. „Ég vissi um leið að þetta var rétti staðurinn,“ segir hún en Grandinn státar nú af einstaklega skemmtilegri veitingamenningu og fjölbreyttu úrvali veitingastaða. Lambið er í forgrunni og boðið er upp á vefjur að austurlenskum hætti en á íslenska vísu. „Við leggjum gríðarlega mikið upp úr hráefninu og að það sé allt saman íslenskt – eða eins og kostur er. Mér finnst það skipta máli. Innfluttir tómatar eru ódýrari í innkaupum en þetta er eitthvað sem ég legg áherslu á.“ Verðið er líka gott og því ljóst að Reykvíkingar (og nærsveitungar) eru komnir með áhugaverðan valkost.

Street food eða götumatur nýtur mikilla vinsælda um heim allan.
Street food eða götumatur nýtur mikilla vinsælda um heim allan. Haraldur Jónasson/Hari

Stærsti höfuðverkurinn var að finna leið til að gera vefjur úr íslensku lambakjöti. „Það varð úr að Norðlenska tókst að gera þetta og við notum eingöngu úrvals lambakjöt í verkið. Hins vegar vandaðist málið þegar kom að járnstönginni en yfirleitt kemur stöngin með kjötinu en við töldum það ekki heppilega aðferð. Eftir miklar pælingar fram og til baka var það austfirðingurinn og uppfinningamaðurinn Smári Tómasson sem hannaði sérstaka götunarvél fyrir mig.“

Öll hönnun er afar smekkleg.
Öll hönnun er afar smekkleg. Haraldur Jónasson/Hari


Yfirkokkur staðarins er heldur enginn aukvisi. Hann heitir Glenn Moyle og er ný-sjálenskur sem þýðir að hann þekkir lambakjöt eins og lófann á sér. „Glenn hefur verið hér á landi í 13 ár og smellpassar inn. Hann hefur unnið um allan heim og þekkir þetta concept vel.“

Lamb street food
Lamb street food Haraldur Jónasson/Hari

Hönnun staðarins vekur líka athygli enda er hann áberandi og útpældur að sjá. Skringilegar merkingar blasa við en þegar betur er að gáð (fyrir okkur sem ólumst upp í sveit) er um að ræða mörk í eyrum en slíkar merkingar eru klipptar í eyru lamba og hefur hver bær sitt sérstaka mark. Þessi hefð er afar sérstök og merkileg og því fallegt að sjá hvernig henni er hyglt í hönnun staðarins.

Það tekur innan við mínútu að baka brauðið.
Það tekur innan við mínútu að baka brauðið. Haraldur Jónasson/Hari
Gesurinn velur sitt uppáhalds grænmeti og sósurnar eru sérlega girnilegar.
Gesurinn velur sitt uppáhalds grænmeti og sósurnar eru sérlega girnilegar. Haraldur Jónasson/Hari
Fjármörk hafa verið notuð hér á landi frá landnámsöld.
Fjármörk hafa verið notuð hér á landi frá landnámsöld. Haraldur Jónasson/Hari
Vélin sem notuð er við að steikja og skera kjötið …
Vélin sem notuð er við að steikja og skera kjötið er sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum en róbóti sker kjötið. Haraldur Jónasson/Hari
Rita og Glenn.
Rita og Glenn. Haraldur Jónasson/Hari
Lamb street food
Lamb street food Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert