Tjúlluð Snickers-kaka

mbl.is/cravingsofalunatic.com

Þessi er alls ekki fyrir þau sem eru að passa kólesterólið. Af þessari kaloríubombu þarf aðeins nokkra munnbita. Hún geymist vel í frysti og gott að eiga til að grípa í þegar gestir kíkja óvænt við í kaffi. Munnbiti af þessari með einum rótsterkum kaffibolla steinliggur. 

Skiptist uppskriftin upp í fjóra hluta, kökuna, sykurpúðakrem, karamellusósu og súkkulaðihjúp.

Tjúlluð Snickers-kaka

Kakan

  • 150 gr. smjör
  • 250 gr. súkkulaði
  • 200 gr. sykur
  • 2 stór egg
  • 100 gr. hveiti
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 2 msk. kakó

 Karamellusósa:

  • 1 bolli ljós púðursykur
  • 4 msk. smjör
  • ½ bolli rjómi
  • 1 tsk. vanilludropar
  • klípa af salti
Sykurpúðafylling
  • 5 msk. hnetusmjör
  • 1 dós sykurpúðakrem (við notum kremið frá Fluff)
  • 100 gr. ristaðar hnetur

 Súkkulaðihjúpur

  • 250 gr. dökkt súkkulaði

 Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170 gráður. Bræðið smjörið á lágum hita. Saxið súkkulaðið og bætið við, bræðið saman við smjörið og takið svo af hitanum og leyfið að kólna í pottinum.

  2. Þeytið egg og sykur þar til það er létt og ljóst. Bætið þá við vanillu, hveiti og kakó og hrærið þar til blandan er orðin slétt og mjúk. Hellið þá súkkulaði-smjörblöndunni saman við og hrærið vel.

  3. Leggið bökunarpappír í eldfast mót sem er um það bil 20x20 sentímetrar (gott er að nota þvottaklemmur til að klemma bökunarpappírinn fastan á brúnirnar, muna bara að taka þær af þegar deigið er komið í mótið og áður en því er stungið inn í ofn). Bakið á 170 gráðum í 30 mínútur. Takið kökuna úr ofninum og kælið vel.

  4. Blandið þá hnetusmjöri saman við sykurpúðakrem og hnetur og hellið ofan á kökuna. Það má nota hvaða hnetur sem er, salthnetur, cashew-hnetur og þess vegna möndlur. Stingið henni aftur í kæli.

  5. Búið til karamellusósu með því að blanda saman púðursykri, smjöri, rjóma, vanilludropum og klípu af salti og sjóðið létt í potti á meðalhita. Hrærið reglulega í sósunni á meðan hún sýður eða þar til hún þykknar. Leyfið karamellunni að kólna og hellið henni því næst ofan á sykurpúðalagið og stingið kökunni aftur í kæli.

  6. Bræðið súkkulaði í vatnbaði og hjúpið kökuna, við mælum með því að strá léttu lagi af sjávarsalti yfir að lokum. Kælið kökuna þar til hún er orðin vel stíf, hægt er að bera hana fram í heilu lagi, en einnig er hægt að skera hana niður í konfektstærð af bitum.
Munnbiti af þessari með einum rótsterkum kaffibolla hressir hvern sem …
Munnbiti af þessari með einum rótsterkum kaffibolla hressir hvern sem er við. mbl.is/cravingsofalunatic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert