Þessi stórfenglega samloka er sannkallaður gleðigjafi. Í upprunalegu uppskriftinni er kveðið á um að hinn margfrægi fontina ostur sé notaður. Sé hann hins vegar ekki í boði er mælst til að sambærilegur mildur og rjómakenndur ostur sér notaður - eins og til dæmis mildur gouda ostur.
Við viljum hins vegar taka þetta skrefinu lengra og næla okkur í camembert eða brie ost.
Hvort heldur sem er þá er þetta klárlega það sem við myndum skilgreina sem „sjúklega samloku“ og eitthvað sem nauðsynlegt er að prófa.
Löðrandi samloka með bráðnuðum osti
Aðferð:
Saxið basillaufin.
Takið stóra skál og í hana skal setja brómberin og basillaufin og blanda þeim saman með gaffli. Takið pönnu og hitið hana upp en á lágum hita þó.
Smyrjið brauðsneiðarnar með ólífuolíu og steikið létt á pönnunni. Þegar þið snúið sneiðunum skal setja eina góða ostsneið á hverja sneið og síðan matskeið eða svo af berja/basil blöndunni. Leyfið sneiðinni að dvelja á pönnunni uns osturinn fer að bráðna.
Takið af pönnunni. Setjið samlokurnar saman og njótið vel.
Heimild: How Sweet Eats