Saltkringlusúkkulaði með karamellu

Saltkringlurnar, karamellan og súkkulaðið er dúndurblanda sem bráðnar í munni.
Saltkringlurnar, karamellan og súkkulaðið er dúndurblanda sem bráðnar í munni. mbl.is/howsweeteats.com

Þetta er heimsins einfaldasta konfekt og möguleikarnir eru endalausir. Við mælum þó eindregið með þessari uppskrift, saltkringlurnar, karamellan og súkkulaðið er alveg dúndurblanda sem bráðnar í munni. Grunnurinn er plata af bráðnu súkkulaði og svo er í raun hægt að hrúga hverju sem hugurinn girnist ofan á súkkulaðið og skera í litla konfektmola. Þar að auki er þetta með eindæmum fallegt konfekt og alveg fyrirtak að raða í litla öskju eða stinga í smart krukku og gefa í gjöf.

Saltkringlusúkkulaði með karamellu

  • 2 bollar brytjað súkkulaði (dökkt, ljóst, hvað sem kemur ykkur til)
  • 2 bollar litlar saltkringlur
  • 1 bolli sykur
  • 6 matskeiðar smjör
  • ½ bolli rjómi
  • 1 ½ bolli salt

Aðferð

  1. Við byrjum á því að búa til karamelluna. Bræðið sykur á pönnu við lágan hita þar til hann er orðinn fljótandi. Bætið þá við smjöri og hrærið rólega saman þar til það bráðnar. Hellið þá rjómanum smám saman saman við, hækkið hitann og látið krauma í 1 mínútu en gætið þess að hræra stöðugt. Takið karamelluna af hitanum og hrærið saltið saman við. Leyfið karamellunni að kólna aðeins.
  2. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið um það bil ¾ á bökunarpappír. Dreifið úr súkkulaðinu með sleif svo úr verði nokkuð jöfn plata.
  3. Dreifið saltkringlum yfir súkkulaðið á meðan það er enn blautt og klístrað. Hellið því næst karamellunni yfir, látið hana drjúpa fram og til baka. Dreifið restinni af brytjaða súkkulaðinu yfir og stingið inn í frysti í nokkrar klukkustundir.
  4. Þegar súkkulaðiplatan er orðin stíf má brytja hana niður í mola og geyma í boxi í kæli.
Þetta er með eindæmum bragðgott og fallegt konfekt sem sniðugt …
Þetta er með eindæmum bragðgott og fallegt konfekt sem sniðugt er að stinga í smart krukku og færa einhverjum í gjöf. mbl.is/howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert