Pönnupizza fyrir helgina

Það jafnast fátt á við heimabakaða pizzu, þessi uppskrift er …
Það jafnast fátt á við heimabakaða pizzu, þessi uppskrift er fyrir lengra komna sem nenna að nostra aðeins við deigið. mbl.is/pinterest

Það jafn­ast fátt á við heima­bakaða pizzu og hef­ur föstu­dagspizz­an skipað sér fast­an sess á mörg­um heim­il­um. Hérna er auðveld upp­skrift frá Ser­i­ous Eats af ljúf­feng­um pizzu­grunni, það eina sem þarf er steypu­járn­spott­ur og eft­ir­læt­is áleggið. An­an­as, an­sjó­s­ur - við dæm­um eng­an. Deigið er ör­lítið tíma­frekt og vill láta nostra við sig, enda er upp­skrift­in fyr­ir þá sem vilja taka pizzu­gerðina upp á næsta stig. Við mæl­um með því að henda í deigið að morgni til og þá er það klárt fyr­ir kvöldið. Ef ekki er til steypu­járn­spanna á heim­il­inu má not­ast við hringl­ótt köku­form í staðin.

Pönnupizza fyrir helgina

Vista Prenta

Pönnup­izza fyr­ir helg­ina

  • 400 gr hveiti
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk þurr­ger
  • 275 gr vatn
  • 2 tsk góð ólífu­olía
  • 1 ½ bolli góð pizzasósa
  • 340 gr rif­inn mozzar­ella ost­ur
  • Hand­fylli af fersk­um basil
  • Dass af rifn­um par­mes­an osti
  • Upp­á­halds pizzu­áleggið

 Aðferð

  1. Blandið sam­an hveiti, salti, vatni og olíu í stóra skál. Leysið þurr­gerið upp í skvettu af ylvolgu vatni. Bætið þá ger­inu út í skál­ina og hrærið sam­an með stórri sleif. At­hugið að skál­in verður að vera að minnsta kosti 4 sinn­um stærri en deigið, svo það hafi nóg rúm til að hef­ast.

  2. Setjið plast­filmu yfir skál­ina og leyfið deig­inu að standa í 8-24 klukku­stund­ir. Gott er að gera deigið kvöld­inu áður en á að gera pizzuna, eða þá um morg­un­inn sam­dæg­urs pizzu­gerð.

  3. Þegar deigið hef­ur lyft sér má dreifa dass af hveiti yfir og hella úr skál­inni á eld­hús­borð til að hnoða. Skiptið deig­inu upp í tvo hluta og hnoðið og mótið hvorn hluta í þétta kúlu.

  4. Hellið 1-2 mat­skeiðum af olíu á botn­inn á tveim­ur steypu­járn­spönn­um. Setjið eina kúlu af pizzu­deigi í botn­inn á pönn­unni og snúið þar til hún er löðrandi í olíu. Notið flat­an lófa til að þrýsta deig­inu niður í pönn­una og fletja það þannig út með hönd­un­um, og dreifið ol­í­unni um leið um pönn­una og upp með hliðum. Setjið því næst plast­filmu yfir steypu­járn­spönn­urn­ar tvær og leyfið þessu að standa í tvær klukku­stund­ir.

  5. Eft­ir tvær klukku­stund­ir ætti deigið að vera búið að lyfta sér upp að brún­um pönn­urn­ar, notið fing­urna til að ýta því aft­ur niður og losa um loft­ból­ur sem gætu hafa mynd­ast. Hitið ofn­inn í 290 gráður.

  6. Setjið pizzasósu yfir bæði deig­in og dreifið vel úr. Setjið því næst mozzar­ella ost­inn yfir og kryddið með salti. Bætið eft­ir­læt­is álegg­inu ykk­ar á pizzuna. Sullið smá ólífu­olíu yfir her­leg­heit­in, hand­fylli af rifn­um, fersk­um basil og inn í ofn.

  7. Bakið þar til brún­ir deigs­ins eru gull­in­brún­ar, eða um 12-15 mín­út­ur.

  8. Notið spaða til að renna und­ir pizzuna og gæg­ist á botn­inn. Ef botn­inn er ekki orðinn stökk­ur má skella steypu­járn­spönn­unni á hellu á meðal­hita og elda áfram í um 3 mín­út­ur, eða þar til botn­inn er orðinn stökk­ur. Þegar pizz­an er til skal rífa par­mes­an ost­inn yfir og njóta strax.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert