Harry prins og Meghan Markle í köku

mbl.is/LaraMason

Nú stytt­ist óðum í brúðkaup Harry Prins og Meg­h­an Markle, en það ein­mitt 19. maí næst­kom­andi og stend­ur breska þjóðin á önd­inni af spenn­ingi. Sum­ir eru spennt­ari en aðrir og er bak­ar­inn Lara Ma­son ein þeirra. Til að fagna vænt­an­legri vígslu bakaði hún köku af hjóna­leys­un­um og það í fullri stærð!

Notaðist Lara við hvorki meira en minna en 300 egg við bakst­ur­inn, og 15 kíló af hveiti, sykri og smjöri. Um 20 kíló af súkkulaði fóru í kök­una og tæp 50 kíló af kökukremi til að skreyta her­leg­heit­in, en það má ekki minna vera því kak­an á að duga fyr­ir 500 manns. Lara fór vel í smá­atriðin en er köku­út­gáfa Meg­h­an og Harry ein­mitt í fatnaðinum sem parið klædd­ist þegar það til­kynnti trú­lof­un­ina og vandaði bak­ar­inn sig sér­stak­lega við trú­lof­un­ar­hring Markle.

Lara hef­ur stritað myrkr­anna á milli síðustu 6 vik­ur til að búa til kök­una af par­inu fræga og eytt yfir 250 klukku­stund­um í verkið, en mik­ill und­ir­bún­ings­vinna fer í slíka köku og var víst tíma­frekt að hanna kök­urn­ar og smíða stand­ana sem þær hvíla á. Seg­ir Lara að erfiðast af öllu hafi þó verið að búa til and­lits­drætt­ina og ná rétta svipn­um, en and­lit­in eru skor­in út úr súkkulaði.

Við mæl­um með því að kíkja á in­sta­gram reikn­ing bak­ar­ans, en hún deildi ný­lega skemmti­legu mynd­bandi þar af gerð kök­unn­ar. 



Til að fagna brúðkaupi Harry prins og Meghan Markle bakaði …
Til að fagna brúðkaupi Harry prins og Meg­h­an Markle bakaði Lara Ma­son köku af hjóna­leys­un­um í fullri stærð. mbl.is/​LaraMason
Notaðist Lara við hvorki meira en minna en 300 egg …
Notaðist Lara við hvorki meira en minna en 300 egg við bakst­ur­inn og 15 kíló af hveiti, sykri og smjöri. mbl.is/​LaraMason
Segir Lara að erfiðast af öllu hafi verið að búa …
Seg­ir Lara að erfiðast af öllu hafi verið að búa til and­lits­drætt­ina, en and­lit­in eru skor­in út úr súkkulaði. mbl.is/​LaraMason
Það tók Löru 6 vikur að búa kökuna til og …
Það tók Löru 6 vik­ur að búa kök­una til og eyddi hún yfir 250 klukku­stund­um í verkið. mbl.is/​LaraMason
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert