Harry prins og Meghan Markle í köku

mbl.is/LaraMason

Nú styttist óðum í brúðkaup Harry Prins og Meghan Markle, en það einmitt 19. maí næstkomandi og stendur breska þjóðin á öndinni af spenningi. Sumir eru spenntari en aðrir og er bakarinn Lara Mason ein þeirra. Til að fagna væntanlegri vígslu bakaði hún köku af hjónaleysunum og það í fullri stærð!

Notaðist Lara við hvorki meira en minna en 300 egg við baksturinn, og 15 kíló af hveiti, sykri og smjöri. Um 20 kíló af súkkulaði fóru í kökuna og tæp 50 kíló af kökukremi til að skreyta herlegheitin, en það má ekki minna vera því kakan á að duga fyrir 500 manns. Lara fór vel í smáatriðin en er kökuútgáfa Meghan og Harry einmitt í fatnaðinum sem parið klæddist þegar það tilkynnti trúlofunina og vandaði bakarinn sig sérstaklega við trúlofunarhring Markle.

Lara hefur stritað myrkranna á milli síðustu 6 vikur til að búa til kökuna af parinu fræga og eytt yfir 250 klukkustundum í verkið, en mikill undirbúningsvinna fer í slíka köku og var víst tímafrekt að hanna kökurnar og smíða standana sem þær hvíla á. Segir Lara að erfiðast af öllu hafi þó verið að búa til andlitsdrættina og ná rétta svipnum, en andlitin eru skorin út úr súkkulaði.

Við mælum með því að kíkja á instagram reikning bakarans, en hún deildi nýlega skemmtilegu myndbandi þar af gerð kökunnar. 



Til að fagna brúðkaupi Harry prins og Meghan Markle bakaði …
Til að fagna brúðkaupi Harry prins og Meghan Markle bakaði Lara Mason köku af hjónaleysunum í fullri stærð. mbl.is/LaraMason
Notaðist Lara við hvorki meira en minna en 300 egg …
Notaðist Lara við hvorki meira en minna en 300 egg við baksturinn og 15 kíló af hveiti, sykri og smjöri. mbl.is/LaraMason
Segir Lara að erfiðast af öllu hafi verið að búa …
Segir Lara að erfiðast af öllu hafi verið að búa til andlitsdrættina, en andlitin eru skorin út úr súkkulaði. mbl.is/LaraMason
Það tók Löru 6 vikur að búa kökuna til og …
Það tók Löru 6 vikur að búa kökuna til og eyddi hún yfir 250 klukkustundum í verkið. mbl.is/LaraMason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka