Ester Hilmarsdóttir
Að heyra hrærivélina murra og bakarofninn kurra getur vissulega komið mörgum í stuð í eldhúsinu. En fátt kemur fólki þó í gírinn eins og góðir tónar til að þeyta eggin í takt við. Við fundum þennan fyrirtaks dúnmjúka og ljúfa músík-lista á tónlistarveitunni Spotify, sem er sérsniðinn að matseld. Þá er bara að kveikja undir pottinum og hækka vel í græjunum.