Grillaður lax með karamellusósu að víetnömskum hætti

Þessi réttur er algjört æði.
Þessi réttur er algjört æði. mbl.is/Food52

Þessi uppskrift er sérlega spennandi þar sem hún blandar saman ólíkum áhrifum á snilldarhátt. Hægt er að skipta út laxi fyrir annan fisk ef þið viljið og þá kemur í raun hvaða fiskur sem er til greina en þorkshnakkar væru sérlega álitlegur kostur.

Grillaður lax með karamellusósu að víetnömskum hætti

Handa fjórum 

  • 800 g laxaflak, skipt í 4 bita
  • 1 msk ólívuolía
  • salt og nýmalaður pipar
  • 3 msk sojasósa
  • 3 msk fiskisósa
  • ½ bolli púðursykur
  • 1 tsk rifið engifer
  • safi úr einni límónu
  • soðin hrísgrjón
  • lófafylli ferskt kóríander, saxað
  • 3 - 4 vorlaukar, sneiddir
  • 1 rauður chilípipar, saxaður smátt, kjarnar fjarlægðir
  • nokkrir límónubátar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°C. Leggið laxabitana á bökunarpappír eða álpappír, snúið roðhliðinni niður, og penslið með olíunni, stráið salti og pipar yfir. Grillið í ofninum í 11 – 12 mínútur.
  2. Hitið sojasósu, fiskisósu, púðursykur, engifer og límónusafa við meðalhita á pönnu. Hrærið í þar til sykurinn hefur bráðnað og blandan er orðin sírópskennd.
  3. Berið laxinn fram á hrísgrjónabeði. Dreifið sósunni yfir ásamt kóríander, vorlauk, chilí og límónubátum.     

Uppskrifti: Food52

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert