Konunglegur brúðkaupsundirbúningur

Eldhúsaðstaðan í Windsor kastala er ekkert slor. Þar er í …
Eldhúsaðstaðan í Windsor kastala er ekkert slor. Þar er í nægu að snúast þessa dagana og eftirvæntingin fyrir hinu konunglega brúðkaupi mikil. mbl.is/royal.uk

Nú styttist óðfluga í hið konunglega brúðkaup og okkur á matarvefnum leiðist hreint ekkert að fylgjast með undirbúningi í hinu konunglega eldhúsi. Á vefsíðu konungsfjölskyldunnar er hægt að fá að skyggnast á bakvið tjöldin en það er yfirkokkurinn Mark Flanagan og hans lið sem stendur vaktina yfir pottunum fyrir brúðkaup Harry prins og Meghan Markle. Brúðkaupsveislan verður haldin í Windsor kastala eftir athöfnina þann 19. Maí og er starfsfólk eldhússins spennt og eflaust ofurlítið stressað, enda í nægu að snúast þessa fáu daga sem eftir eru fyrir brúðkaupið. 

Harry og Meghan hafa víst sterkar skoðanir um matseðilinn og verið Flanagan innan handar við alla ákvarðanatöku niður í smæstu smáatriði. Hafa þau mætt í eldhúsið til að smakka til þá rétti sem bera skal á borð í veislunni, en hver réttur hefur verið eldaður og smakkaður til margoft fyrir stóra daginn. Var þá sérstaklega horft til þess hvaða hráefni eru í árstíð þegar matseðilinn var settur saman, og má þá geta til um að ætisþistlar og aspas gætu lúrt á diskum veislugesta um kvöldið. 

Bakarinn Selwyn Stoby hefur ljóstrað því upp að hann komi til með að búa til súkkulaði-trufflur fyrir stóra daginn, en þær kunnu vera vinsælar í veislum Windsor kastala í gegnum tíðina. Er hann einnig í óða önn að búa til litlar útgáfur af crème brûlée, kökur með mangó panna cotta bragði og gular makkarónur. Bakarinn Stoby segir að það komi ekki mörg tækifæri á ævinni til að vinna í eldhúsinu fyrir konunglegt brúðkaup, þess vegna eru þessir dagar afar sérstakir og spennan og eftirvæntingin mikil í hinu konunglega eldhúsi. 

Yfirkokkurinn Mark Flanagan og hans lið stendur vaktina yfir pottunum …
Yfirkokkurinn Mark Flanagan og hans lið stendur vaktina yfir pottunum fyrir hið konunglega brúðkaup. mbl.is/MontrealGazette
Bakarinn Selwyn Stoby er í óða önn að undirbúa súkkulaði-trufflur …
Bakarinn Selwyn Stoby er í óða önn að undirbúa súkkulaði-trufflur fyrir stóra daginn. mbl.is/royal.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert