Laxagrín með arómati og tilsitter-osti

Svona lítur laxagrín út... tilvalið í veisluna.
Svona lítur laxagrín út... tilvalið í veisluna.

Þessi tímamótaréttur heitir svo sniðugu nafni að maður veit vart hvað halda skal. Er hann svona flippaður eða hvað er málið? Hann kemur úr hinu mikla meistaraverki Bestu uppskriftirnar 1989 sem Osta- og smjörsalan gaf út og hér kennir ýmissa grasa. 

Tilsitter ostur er reyndar illfáanlegur hér á landi. Einhverjir matarspekúlantar inn á Matartips hafa fundið sambærilegan ost í Nettó en annars má nota Havarta í staðinn þó hann sé ekki jafn bragðmikill. 

Til að toppa allt eru hér sperglar – eða niðursoðinn aspas í dós og safinn er notaður með. Svo auðvitað Arómat.  

Þessi réttur getur eiginlega ekki klikkað...

Laxagrín 

Fyrir 4-5

  • 150 g reyktur lax
  • 150 g rækjur
  • 100 g tilsitter-ostur
  • 1 dós sperglar
  • 100 g paprikuostur
  • 1 dós sýrður rjómi 
  • 1/8 tsk. Arómat
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • safi af sperglum
  • sítróna
  • agúrka

Aðferð:

  1. Skerið laxinn og tilsitter-ostinn í bita ásamt spergli. Geymið 5 heila spergla.
  2. Blandið rækjunum saman við og setjið í skálar eða á litla diska.
  3. Rífið paprikuostinn smátt og hrærið honum saman við sýrða rjómann. Þynnið með sperglasoðinu.
  4. Hellið hluta sósunnar yfir laxablönduna og berið afganginn fram með réttinum.
  5. Skreytið með heilu sperglunum, sítrónu og agúrkusneiðum. 
Mögulega einn besti uppskriftabæklingur sem gefinn hefur verið út.
Mögulega einn besti uppskriftabæklingur sem gefinn hefur verið út.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert