Einföld og ómótsætðileg ostakaka Nigellu

Ljósmynd: Nigella Lawson/Lis Parsons

Þetta er ekki hin hefðbundna ostakaka sem krefst þolinmæði og töluverðs tíma. Þvert á móti er hún fersk, einföld, fljótlegt og umfram allt... ómótstæðilega bragðgóð.

Hægt er að nota hvernig sultu sem er - það er alls ekki heilagt. En einföld er hún og ómótstæðileg

Ostakaka Nigellu sem þarf ekki að baka

  • 125 g kexmylsna (gott er að nota digestive kex)
  • 75 g mjúkt smjör
  • 300 g rjómaostur
  • 60 g flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk sítrónusafi
  • 250 ml rjómi
  • 284 g krukka af kirsuberja sultu (e. black cherry spread)

AÐFERÐ:

  1. Settu kexið í blandara og myldu það alveg niður. Bættu því næst smjörinu við og blandan ætti að vera mjúk og kekkjótt.
  2. Setjð blöndna í 20 sm form og þrýstið vel niður. Látið flæða upp til hliðanna.
  3. Hrærið saman rjómaosti, flórsykir, vanilludropum og sítrónusafa.
  4. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við rjómaostblönduna.
  5. Setji fyllinguna í formið og sléttið með sleikju.
  6. Setjið sultuna yfir og kælið í smá stund. 
  7. Berið fram og njótið í botn!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert