Kjúklingapasta á einfalda mátann

Pastað er borið fram á pönnunni.
Pastað er borið fram á pönnunni. Ljósmynd: Delish - Ethan Calabrese

Nú fá margir vatn í munninn við það eitt að ímynda sér hversu dásamlega bragðgóður þessi réttur er. Einfaldur, góður og merkilega fljótlegur og huggulegur. 

Það er nákvæmlega ekkert að þessu...

Kjúklinga Alfredo á einfalda mátann

  • 2 msk extra virgin ólífu olía
  • 2 kjúklingabringur - takið skinnið af
  • sjávarsalt ferskur svartur pipar
  • 360 ml mjólk
  • 360 ml kjúklingasoð
  • 2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
  • 240 g fetuccini
  • 120 ml rjómi
  • 1 bolli nýrifinn parmesan
  • söxuð steinselja - til skrauts

AÐFERÐ:

Takið stóra pönnu eða steypujárnspott og hitið olíuna. Setjið kjúklinginn á pönnunna (eða pottinn) og kryddið með salti og pipar og steikið uns gullinbrúnt. Miðað er við að steikja kjúklinginn í átta mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og látið hvíla áður en þið skerið í sneiðar.

Bætið mjólk, kjúklingasoði og hvítlauk á pönnuna. Kryddið með salti og pipar og látið suðuna koma upp. Bætið pastanu við og hrærið reglulega í í þrjár mínútur eða svo. Eldið í sirka átta mínútur til viðbótar.

Bætið rjóma og parmesan ostið og blandið vel saman. Látið malla í tvær mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna. Kryddið aftur með salti og pipar.

Takið pönnuna/pottinn af hellunni og hrærið niðurskorna kjúlkingunum við. Berið strax fram með steinselju.

Uppskrift: Delish

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka