Þegar elda á almennilegan kósímat er fátt meira viðeigandi en þessi skemmtilega útgáfa af hinu klassíska lasagna. Hér er notast við ostafyllt ravíólí og heilan helling af osti sem gerir þessa uppskrift svo ómótstæðilega að það er eiginlega nauðsynlegt að arka út í búð og kaupa það sem í hana vantar.
Ravioli Lasagna
AÐFERÐ:
Hitið ofninn í 180 og smyrjið ofnfast mót. Hitið stóra djúpa pönnu á miðlungs hita og bætið hakki og lauk út á pönnuna. Steikið kjötið þar til fitan er farin að bráðna, hellið henni af og bætið marinara sósu og hvítlauknum saman við. Lækkið hitann og látið malla í 5 mínútur. á
Á meðan skal blanda saman ricotta, eggi, parmesan, steinselju og hvítlauksdufti. Blandið vel saman. Setjið 1/3 af blöndunni í mótið og dreyfið vel út því. Setjið því næst lag af ravioli yfir, því næst helmingnum ar ricotta blöndunni, svo 1/3 af sósunni. Endurtakið og endið á marinara sósunni.
Stráið mozzarella ostinum yfir og bakið í 40 mínútur með álpappír eða loki yfir. Takið lokið af og bakið í 10 mínútur til viðbótar. Stráið smá steinselju yfir og berið fram.
Uppskrift: Delish