Þessar núðlur eru merkilega góðar enda er það kunnara en frá þurfi að segja að allt sem inniheldur fiskisósu er frábært. Bragðið er margslungið og í alla staði akkúrat það sem maður þarf í kroppinn.
Víetnamskt hrísgrjónanúðlusalat
Hæfilegt fyrir tvo til fjóra
Dressing
Salatið
AÐFERÐ:
Setjið öll hráefni sem eiga að fara í dressinguna í skál og pískið vel. Ef bragðið er of sterkt má bæta út í vatni, einni tsk. í einu, og meiri sykri ef hún er ekki nógu sæt. Munið að sósan á að fara yfir ókryddað salat svo hún má vera nokkuð sterk. Hellið í skál eða krús (ath. sósan getur geymst allt að viku).
Sjóðið núðlurnar í 4-5 mínútur eða þar til þær eru mjúkar en ekki grautlinar. Hellið þeim yfir salatblöðin og skolið hvort tveggja með köldu vatni. Látið þorna á hreinum klút.
Skiptið salatinu og núðlunum í tvær eða þrjár hæfilega stórar skálar, dreifið grænmetinu, kryddjurtunum og kjötinu eða rækjunum yfir og stráið salthnetunum á toppinn. Leyfið hverjum og einum að skammta sér dressingu að vild. (Að sjálfsögðu má einnig bera þennan rétt fram í einni stórri skál, þá fær hver og einn sér í sína skál).