Balsamik kjúklingur með geggjuðu grænmeti

Ljósmynd: Yammie´s Noshery

Þessi kjúklingur er sérlega fagur á að líta. Hann inniheldur mikið af græmneti og fyllir því í flest box enda bragðgóður, girnilegur, einfaldur, hollur og fallegur. Meira biðjum við víst ekki um!

Balsamik kjúklingur með geggjuðu grænmeti

  • 4 msk balsamik edik
  • 3 msk ólífuolía
  • 2 hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 1/2 tsk hvítlauksduft
  • 1 tsk herbs de Provence krydd
  • 4 kjúklingalæri (eða lundir eða bringa... þú ræður)
  • 1 sætkartafla, skræld og skorin í bita
  • 1 gul paprika
  • 1 rauðlaukur
  • handfylli af kirsuberja tómötum
  • handfylli af sveppum
  • hálfur brokkolíhaus

AÐFERÐ:

  1. Hitið ofninn í 230 gráður. Setjið smjörpappir í ofnskúffu (það er líka hægt að gera þetta í steypujárnspönnu en það kemst ekki jafn mikið fyrir)
  2. Blandið saman balsamik edik, olíu, hvítlauk, hvítlauksdufti og herbs de Provence. Setjið kjúklinginn og sætkartöflurnar saman við blönduna og setjið í ofnskúffuna. Bakið í 15 mínútur eða svo.
  3. Saxið niður afganginn af grænmetinu - fremur gróft - og setjið afganginn af balsamik blöndunni saman við. Bætið við meiri balsamik edik og olíu ef þarf. Setjið grænmetið í ofnskúffuna með kjúklingnum og sætkartöflunum og dreifið vel út. Passið ykkur að skúffan/pannan/potturinn verði ekki of troðinn því þá minnir úrkoman fremur á soðið grænmeti. 
  4. Eldið í 10-15 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt og kjúklingurinn er tilbúinn. Saltið og piprið vel og skvettið smá ferskri steinselju yfir ef þú vilt meiri lit. 

Uppskrift: Yammie´s Noshery 

Ljósmynd: Yammie´s Noshery
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert