Lúxús lambarif með rabbabaragljáa

Þessi lambarif eru eiginlega of girnileg.
Þessi lambarif eru eiginlega of girnileg. Ljósmynd: Bon Appetit/Christopher Testani

Þessi uppskrift er klárlega dýrari týpan enda gefur hér að líta eina al-skemmtilegustu uppskrfit sem sést hefur á Matarvefnum lengi. Að öðrum uppskriftum ólöstuðum þá erum við að elska að hér komi saman tvennt það sem einkennir Ísland: Lambið og rabbabarinn - sem er stórlega vanmetið hráefni.

Auðvitað er hægt að skipta lambarifjunum (sem er erfitt að fá) fyrir annarskonar rif EÐA nota lambakótilettur eða eitthvað annað lambakjöt. Bragðið er jafn stórkostlegt og við hvetjum ykkur til að prófa. Kannski ekki mikið af rabbabara í augnablikinu en það styttist í það...

Lúxús lambarif með rabbabaragljáa

  • 1 msk svört piparkorn
  • 1 msk hvít piparkorn
  • 1 msk kóríanderfræ
  • 1 msk fennelfræ
  • Um það bil kíló af lambarifjum.
  • Sjávarsalt
  • 120 ml hlynsíróp
  • 60 ml balsamik edik

SALAT OG SAMSETNING

  • ½ tsk fínt rifinn sítrónubörkur
  • 1½ tsk ferskur sítrónusafi
  • ¾ tsk hunang
  • ¾ tsk Dijon sinnep
  • 2 msk ólífuolía
  • Sjávarsalt og ferskur pipar
  • Radísur, skornar í þunnar sneiðar
  • 2 rabbabarastilkar, skornir í þunnar sneiðar
  • 1 skallottlaukur, skorinn í þunnar sneðar
  • 1 bolli mintulauf

AÐFERÐ

  1. Hitið ofninn í 150 gráður. Ristið svört og hvít piparkorn á þurri pönnu ásamt kóríander og fennel fræjum á miðlungs hita. Hristið pönnuna reglulega, þar fræin eru orðin gyllt og farin að ilma vel eða í þrjár mínútur. Látið þau kólna og malið þau síðan.
  2. Kryddið lambið vel með salti og nuddið síðan kryddblöndunni vel á. Látið beinið liggja niður og setjið á ofngrind. Gott er að hafa smjörpappír á grindinni (best er að hafa ofnskúffu með grind yfir). Eldið rifin þar til þau hafa brúnast vel og eru orðin vel mjúk og megnið af fitunni hefur bráðnað, eða í um 3 ½ tíma.
  3. Á meðan rifin eru að eldast setjið rabbabara, hlynsíróp, edik og 120 ml af vatni í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið hitann og látið malla þar til vökvinn hefur soðið niður um helming eða í 20 mínútur eða svo. Sigtið í hitaþolna mælikönnu.
  4. Takið rifin úr ofninum og hækkið hitann í 220 gráður. Liftið rifjunum varlega á disk og fjarlægið allan vökva sem runnið hefur af. Setjið rifin á grindina aftur og skerið á milli beina. Setjið vel af rabbabaragláa yfir rifin en passið að allt kryddið renni ekki af.
  5. Setjjið rifin í ofninn og grillið í 15-20 mínútur. Hellið reglulega gljáa yfir rifin þar til þau eru orðin vel klístruð og glansandi.
SALAT OG SAMSETNING
  1. Pískið saman sítrónuberki, sítrónusafa, hunangi og sinnepi í stóra skál. Bætið olíunni rólega saman við meðan þið pískið hressilega. Kryddið með salti og pipar.
  2. Bætið radísum, rabbabara, skallottlauk og mintu í skál og hellið sítrónuleginum yfir. Smakkið til og kryddið með salti og pipar.
  3. Berið rifin fram og sáldrið afganginum af rabbabaragljáanum yfir þau og hafið radísu-rabbabarasalatið með.

Uppskrift: Bon Appetit

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka