Hin stórsnjalla keppni „Þjóðlegir réttir á okkar veg“ hefur verið til lykta leidd en það var forsetafrú Íslands, Elisa Reid sem afhenti verðlaunin á uppskeruhátíð Matarauðs Íslands.
Alls bárust 107 hugmyndir eða uppskiftir í keppnina og var þáttaka langtum meiri en bjartsýnustu menn höfðu vonað. Valdar voru 15 uppskriftir sem að nemar og meistarar við Hótel- og matvælaskólann úrfærðu og matreiddu fyrir dómnefnd.
Bæði Íslendingar og útlendingar sendu inn hugmyndir og uppskriftir að þjóðlegum réttum og kenndi þar ýmissa grasa; allt frá njólasúpu, grasystingi og grjúpáni í skemmtilega útfærða samtímarétti.
Gaman að segja frá því að fleiri karlmenn sendu inn hugmyndir en konur. Algengustu hugmyndirnar án uppskriftar voru kótilettur í raspi, plokkfiskur og svo komu líka hugmyndir að lúxuspylsum ýmist með fiski eða kjöti.
Vinningshafar voru samkvæmt dómnefnd:
Vinsælasti rétturinn samkvæmt netkosningu var: Fjallagrasa brulee eftir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur
Vinningar voru ekki af verri endanum stútfullar gjafakörfur af matvörum frá Beint frá býli, Mjólkursamsölunni og flugmiði frá Air Iceland Connect fyrir fyrsta sætið.
Uppskriftirnar eru aðgengilegar HÉR.