Sumarlegur hollustukjúklingur sem slær í gegn

Girnilegur sumarkjúklingur.
Girnilegur sumarkjúklingur. mbl.is/Einn tveir og elda

Þessi geggjaði sumarkjúlli er örugg alslemma. Dressingin er alveg hreint margslunginn og sérlega skemmtileg og við mælum svo sannarlega með þessum dásemdarrétt. 

Það væri jafnvel hægt að grilla hann!

Það eru snillingarnir í Einn, tveir og elda sem eiga heiðurinn að uppskriftinni.

Sumarlegur hollustukjúklingur sem slær í gegn

Hráefnið í þennan rétt er: (fyrir tvo)

  • 400 gr kjúklingalæri
  • 300 gr grasker
  • 300 gr sellerírót

Mojhito dressing:

  • 2 stilkar mynta
  • 2 msk hunang
  • 1 stk chili
  • 1 dl olía
  • 1 stk lim​e
  • 1 tsk gróft salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180° á blæstri. Skerið graskerið og sellerírótina í sirka 2cm teninga. Setjið í eldfastmót ásamt 2 msk af olíu og klípu af salti og pipar. Bakið í ofninum í 10 mínútur.
  2. Setjið mojhito marineringuna í skál og veltið kjúklingalærunum vel upp úr henni.
  3. Þegar grænmetið er búið að bakast í 10 mínútur takið þið það úr ofninum, leggið kjúklingalærin yfir ásamt restinni af marineringunni. Setjið svo aftur inn í ofn og eldið í 10 - 15 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka