Afmæliskakan sló í gegn

Reynir Leo ofurtöffari.
Reynir Leo ofurtöffari. mbl.is/Maria Gomez

Hvaða dreng dreym­ir ekki um sína eig­in of­ur­hetju-af­mæl­is­köku? Reyn­ir Leó fékk ósk sína upp­fyllta á dög­un­um þegar hann hélt upp á fimm ára af­mæli sitt. 

Móðir hans, Maria Gomez, sem held­ur úti lífstíls­blogg­inu Paz bakaði þessa köku sem við flokk­um klár­lega sem „sjúk­lega vel heppnaða.“

Bæði er mynd­in af hon­um al­gjört æði en á henni er hann í Batman bún­ing. Mynd­ina lét María prenta á köku­skreyt­ingu og eins og sjá má það heppnaðist það upp á tíu.

Litap­all­ett­an er líka æði og heilt yfir erum við að elska þessa köku. Til ham­ingju Reyn­ir Leó!

Afmæliskakan sló í gegn

Vista Prenta

Af­mæliskak­an góða

Í upp­skrift­ina þarf:

Með þess­um hlut­föll­um pass­ar kak­an í fer­kantað form sem er 22×33 cm. Ef þið viljið baka heila ofnskúffu þá er það upp­skrift­in fyr­ir neðan

  • 1 3/​4 boll­ar af hveiti
  • 1 1/​2 bolli syk­ur
  • 1 1/​4 tsk lyfti­duft
  • 1/​2 tsk mat­ar­sódi
  • 1 tsk salt
  • 3 kúfaðar msk kakó
  • 1/​2 bolli brætt smjör
  • 1 bolli mjólk
  • 2 egg
  • 1 tsk vanillu­drop­ar

Aðferð:

Blandið öll­um þur­refn­un­um sam­an og hrærið þeim létt sam­an með handþeyt­ar­an­um.

Bræðið smjörið og setjið næst mjólk, egg, vanillu­dropa og smjör út í. Passið að setja fyrst mjólk­ina og egg­in og svo síðast smjörið svo egg­in soðni ekki í smjör­inu. Þeytið svo allt sam­an en passið að þeyta ekki of lengi. Bara rétt þar til allt er blandað sam­an. Þannig verður kak­an mjúk og loft­kennd.

Deigið er frek­ar þykkt en það á að líta svona út

Smyrjið næst bök­un­ar­mótið með smjöri að inn­an og hellið deig­inu út á.

Smyrjið svo deig­inu jafnt yfir formið og bakið á 180 C°í 25-30 mín­út­ur. Stingið hníf í miðja kök­una áður en hún er tek­in út til að meta hvort hún sé til. Ef það kem­ur deig á hníf­inn hafið hana þá inni 3-5 mín­út­ur leng­ur.

Upp­skrift af glassúr

  • 6 dl flór­syk­ur
  • 1/​2 tsk salt
  • 6 msk kakó
  • 2-3 msk upp­á­hellt kaffi (kem­ur ekki kaffi­bragð, dýpk­ar bara súkkulaðibragðið)
  • 60-70 ml vatn eða meira….þurfið að meta hversu þykk­an þið viljið hafa glassúr­inn

Aðferð:

Hrærið öll­um þur­refn­un­um fyrst sam­an með skeið og setjið síðan kaffið út í. Vatnið er sett síðast en þá er gott að setja bara smátt og smátt í einu og bæta svo meira við eft­ir því hversu þykk­an þið viljið hafa glassúr­inn.

Mér finnst hann best­ur þegar hann er í þykk­ari kant­in­um en samt ekki of þykk­ur.

Þegar kak­an hef­ur kólnað vel í form­inu, hellið þá glassúrn­um yfir og sléttið jafnt yfir alla kök­una. Stráið svo kókós­mjöli yfir allt að lok­um.

Í heila ofnskúffu þarf:

  • 3 1/​2 boll­ar  hveiti
  • 3 boll­ar syk­ur
  • 2 1/​2 tsk lyfti­duft
  • 1 tsk mat­ar­sódi
  • 2 tsk salt
  • 6 kúfaðar msk kakó
  • 1 bolli brætt smjör
  • 2 boll­ar mjólk
  • 4 egg
  • 2 tsk vanillu­drop­ar

Bak­ast á 180-200 C°heit­um ofni í 30-40 mín­út­ur.

Tvö­faldið svo upp­skrift­ina af glassúrn­um til að hann passi yfir alla kök­una. 

mbl.is/​Maria Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert