Þessi uppskrift er sérlega fersk og góð enda ættuð úr Hafnarfirðinum - nánar tiltekið á veitingastaðnum Krydd í Hafnarhúsinu. Það er fátt sem toppar jarðskokkamauk með bleikju og heilt yfir er þetta fyrirtaksréttur sem hægt er að stekja bæði á pönnu eða grilla á grilli.
Brakandi fersk og gómsæt bleikja
Fyrir 4
Kryddið með salti og pipar og steikið flökin á pönnu úr olífuolíu og setjið svo smjörklípu á pönnuna í restina.
Jarðskokkamauk
AÐFERÐ:
Skrælið jarðskokkana og eplin og skerið í kubba. Setjið þau í pott og sjóðið rólega með rjómanum þar til jarðskokkarnir eru eldaðir í gegn. Setjið allt í blandara og smakkað til með sítrónusafa og salti.
Annað meðlæti
AÐFERÐ:
Allt soðið eða bakað í ofni þar til grænmetið er orðið mjúkt.
Sósa fyrir bleikju
AÐFERÐ:
Steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Hellið þá hvítvíni út í og sjóðið niður um helming. Að því loknu er rjómanum bætt við. Sósan er þá soðin við vægan hita og að lokum er smjöri og dilli bætt við.
Þegar rétturinn er borinn fram er sósan hituð og grænmetið sett út í sósuna.