Kótilettur eiga alltaf vel við og þessi uppskrfit er fremur frábær og snareinföld. Að auki flokkast hún klárlega sem „gourmet“ enda kemur hún úr smiðju Bon Appetit sem þykir nú með vandaðri matreiðslupésum sem gefinn er út.
Kryddlegnar lambakótilettur með hvítlauks- og jógúrtdressingu
- 2 hvítlauksrif
- 1 ½ bolli grískt jógúrt
- 1 sítróna
- sjávarsalt
- nýmalaður svartur pipar
- 2 tsk kummin
- 1 tsk kóríander
- ¼ tsk túrmerik
- ¼ tsk allrahanda
- 8 lambakótilettur
- 2 msk góð olía
AÐFERÐ
- Pressið hvítlaukinn og setjið í skál með gríska jógúrtinu
- Skerið sítrónuna í tvennt og pressið safann úr öðrum helmingnum saman við (fjarlægið steinana), kryddið með salti og pipar.
- Takið ½ bolla af jógúrtinu frá og geymið.
- Pískið kryddinu saman við jógúrtið sem eftir er, makið blöndunni vel á báðar hliðar á kótilettunum og látið standa í 30 mínútur. Má jafnvel geyma þær í kæli í 12 tíma.
- Hitið 1 msk af olíu á pönnu.
- Strjúkið megnið af jógúrtinu af kótilettunum og steikið þær við meðalhita þar til þær eru fallega brúnaðar, u.þ.b. 3 mín á hvorri hlið. Þægilegt að nota tvær pönnur, 1 msk af olíu fer þá á hina pönnuna.
- Berið kótiletturnar fram með jógúrtinu sem tekið var frá í byrjun.