Eldhús í sykursætum pastel litum

Fölbleikir veggir svínvirka með svörtum skápum.
Fölbleikir veggir svínvirka með svörtum skápum. mbl.is/ApartmentTherapy

Við höfum sérstaklega gaman af því að pæla í eldhúsum, fá innblástur og nýjar hugmyndir. Við viljum þó forðast að elta nýjustu tískustrauma, það er einfaldlega svo þreytandi og þar að auki kostnaðarsamt. Þess heldur mælum við með því að búa sér til gott og þægilegt eldhús sem er tímalaust í útliti. Við viljum meina að eitt trend hafi staðist tímans tönn og er alltaf jafn fallegt og frískandi, það eru pastel litir.  

Fyrir þá sem komnir eru með nóg af sprautulökkuðum eldhúsinnréttingum í hvítum eða svörtum háglans má vel skoða að lífga upp á eldhúsið með flauelsmjúkum pastel tónum. Það bara hlýtur að vera lystaukandi að sitja í sjávarfroðu-grænu eldhúsi, eða við fölar rósa-bleikar innréttingar, nú eða fá sér sopa af kaffi úr lofnarblóma-lilluðum bolla.

Fölblár fer afar vel við hvítar subway flísar og hvítbæsað …
Fölblár fer afar vel við hvítar subway flísar og hvítbæsað viðargólf. mbl.is/Houzz
Skápahurðir í mismunandi pastel tónum er fyrirtak fyrir þá sem …
Skápahurðir í mismunandi pastel tónum er fyrirtak fyrir þá sem þjást af valkvíða. mbl.is/pinterest
Grænn og bleikur er blanda sem klikkar sjaldan. Útkoman er …
Grænn og bleikur er blanda sem klikkar sjaldan. Útkoman er afar hlýleg. mbl.is/deVolKitchens
Þetta fagurbláa eldhús er glaðlegt og frískandi en alls ekki …
Þetta fagurbláa eldhús er glaðlegt og frískandi en alls ekki kuldalegt þrátt fyrir ísbláan lit. mbl.is/apartmenttherapy
Ef menn mikla fyrir sér að mála veggi eða sprautulakka …
Ef menn mikla fyrir sér að mála veggi eða sprautulakka innréttingar má vel fríska upp á eldhúsið með borðbúnaði og eldhúsáhöldum í sykursætum pastel litum. mbl.is/Sugar&Cloth
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert