Eldhús í sykursætum pastel litum

Fölbleikir veggir svínvirka með svörtum skápum.
Fölbleikir veggir svínvirka með svörtum skápum. mbl.is/ApartmentTherapy

Við höf­um sér­stak­lega gam­an af því að pæla í eld­hús­um, fá inn­blást­ur og nýj­ar hug­mynd­ir. Við vilj­um þó forðast að elta nýj­ustu tísku­strauma, það er ein­fald­lega svo þreyt­andi og þar að auki kostnaðarsamt. Þess held­ur mæl­um við með því að búa sér til gott og þægi­legt eld­hús sem er tíma­laust í út­liti. Við vilj­um meina að eitt trend hafi staðist tím­ans tönn og er alltaf jafn fal­legt og frísk­andi, það eru pastel lit­ir.  

Fyr­ir þá sem komn­ir eru með nóg af sprautu­lökkuðum eld­hús­inn­rétt­ing­um í hvít­um eða svört­um há­glans má vel skoða að lífga upp á eld­húsið með flau­els­mjúk­um pastel tón­um. Það bara hlýt­ur að vera lystauk­andi að sitja í sjáv­ar­froðu-grænu eld­húsi, eða við föl­ar rósa-bleik­ar inn­rétt­ing­ar, nú eða fá sér sopa af kaffi úr lofn­ar­blóma-lilluðum bolla.

Fölblár fer afar vel við hvítar subway flísar og hvítbæsað …
Föl­blár fer afar vel við hvít­ar su­bway flís­ar og hvít­bæsað viðargólf. mbl.is/​Houzz
Skápahurðir í mismunandi pastel tónum er fyrirtak fyrir þá sem …
Skápa­h­urðir í mis­mun­andi pastel tón­um er fyr­ir­tak fyr­ir þá sem þjást af val­kvíða. mbl.is/​pin­t­erest
Grænn og bleikur er blanda sem klikkar sjaldan. Útkoman er …
Grænn og bleik­ur er blanda sem klikk­ar sjald­an. Útkom­an er afar hlý­leg. mbl.is/​deVolKitchens
Þetta fagurbláa eldhús er glaðlegt og frískandi en alls ekki …
Þetta fag­ur­bláa eld­hús er glaðlegt og frísk­andi en alls ekki kulda­legt þrátt fyr­ir ís­blá­an lit. mbl.is/​apart­mentt­herapy
Ef menn mikla fyrir sér að mála veggi eða sprautulakka …
Ef menn mikla fyr­ir sér að mála veggi eða sprautulakka inn­rétt­ing­ar má vel fríska upp á eld­húsið með borðbúnaði og eld­húsáhöld­um í syk­ur­sæt­um pastel lit­um. mbl.is/​Sug­ar&Cloth
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert