Ketógenískt mataræði og ýmsar útfærslur af lágkolvetnamataræði nýtur nokkurra vinsælda. Þá borðar fólk lítið af kolvetnum en nóg af fitu og próteinum. Vandasamt getur verið að setja saman rétti sem innihalda lítið af kolvetnum, en hér eru nokkrar hugmyndir sem allir geta eldað um helgina og notið í botn. Líka þeir sem ekki eru á ketó-mataræði!
Ketógenískt mataræði og ýmsar útfærslur af lágkolvetnamataræði nýtur nokkurra vinsælda. Þá borðar fólk lítið af kolvetnum en nóg af fitu og próteinum. Vandasamt getur verið að setja saman rétti sem innihalda lítið af kolvetnum, en hér eru nokkrar hugmyndir sem allir geta eldað um helgina og notið í botn. Líka þeir sem ekki eru á ketó-mataræði!
Flankasteik með chimichurrisósu
Fyrir 2
Marínering
- 2/3 bollar ólífuolía
- ½ bolli nýkreistur appelsínusafi
- 1/3 bolli ferskur límónusafi
- ¼ bolli sojasósa
- ¼ bolli worcestershire-sósa
- 3 msk. eplasíder eða rauðvínsedik
- 4 hvítlauksrif, rifin
- salt og pipar
AÐFERÐ:
Hrærið saman öllum hráefnunum fyrir maríneringuna og hellið í plastpoka með rennilási. Setjið kjötið í pokann og látið marínerast inni í ísskáp, helst yfir nótt.
Þegar komið er að því að grilla kjötið saltið og piprið það vel.
Grillið kjötið þar til það er gullinbrúnt og passlega brennt. Leyfið því að hvíla á skurðarbrettinu áður en það er skorið.
Chimichurrisósa
- 1 bolli fersk steinselja
- 1 bolli ferskt kóríander
- ¼- 1/3 bolli ólífuolía
- ½ meðalstór laukur, skorinn smátt
- 3 hvítlauksrif, rifin
- 3 msk. límónusafi
- 2 msk. rauðvínsedik
- ½ tsk. salt
- ½ tsk pipar
- valfrjálst: ¼ tsk. rauður pipar (flögur)
Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og hrærið vel saman. Það er ekkert flóknara! Berið fram með kjötinu.
Grillaður kjúlli með hnetusósu
Fyrir 4-6
6 kjúklingabitar, læri eða leggir
Marínering fyrir kjúkling
- 1 msk. límónusafi
- 1 msk. sykurlaus fiskisósa
- 1 msk. sykurlaust hrísgrjónaedik
- 1 msk. sojasósa (hveitilaus)
- 1 msk. avókadóolía (eða önnur létt olía)
- 1 tsk. rifið engifer
- 1 tsk. rifinn hvítlaukur
- 1 tsk. cayenne-pipar
- 1 tsk. kóríanderkrydd
- 1 tsk. erythritol-sætuefni
AÐFERÐ:
- Blandið saman límónusafa, fiskisósu, hrísgrjónaediki, sojasósu, avokadóolíu, engifer, hvítlauk, cayennepipar, kóríanderkryddi og sætuefni í stóra skál og hrærið saman.
- Bætið kjúklingabitunum út í og þekið vel með maríneringunni.
- Breiðið yfir skálina og látið í ísskáp í a.m.k. einn tíma og upp í sólarhring.
- Takið út úr ísskáp um hálftíma áður en þið grillið og hitið grillið.
- Grillið kjúklinginn í 6-8 mínútur á hvorri hlið eða lengur ef þarf.
- Berið fram með hnetusósunni og gott meðlæti er smátt skorið hvítkál, ferskt rauðkál, skallottlaukur, ferskt kóríander og saxaðar hnetur.
Hnetusósa
- ½ bolli hnetusmjör eða möndlusmjör, sykurlaust og náttúrulegt
- 1 tsk. rifið ferskt engifer
- 1 tsk. rifinn hvítlaukur
- 1 msk. smátt skorinn jalapeño-pipar
- 1 msk. sykurlaus fiskisósa
- 2 msk. sykurlaust hrísgrjónaedik
- 1 msk. límónusafi
- 2 msk. vatn
- 2 msk. erythritol-sætuefni (smakkið til og bætið við ef þurfa þykir)
AÐFERÐ:
Blandið saman öllum hráefnunum í matvinnsluvél eða blandara þar til áferðin er slétt og mjúk. Smakkið til með sætuefninu og salti.
Glútenlausir keto-kanilhnútar
Deigið
- 96 g möndluhveiti
- 24 g kókoshveiti
- 2 tsk. xanthan-gúmmí
- 2 tsk. lyftiduft
- ¼ tsk. salt
- 2 tsk. eplaedik
- 1 egg
- 5 tsk. vatn
Fyllingin
- 14 g smjör, brætt eða kókósolía, brædd
- 3-4 msk. sætuefni (erythritol eða xylitol, grófmalað)
- 1-2 tsk. kanill
Kremið
- 30 g rjómaostur (við stofuhita þannig að hann mýkist aðeins)
- 14 g smjör, við stofuhita
- 1-2 msk. sætuefni (erythritol eða xylitol, fínmalað, t.d. Sukrin Melis)
- ½ tsk. vanilludropar
- salt á hnífsoddi
- 1-3 tsk. möndlumjólk, eða meira eftir þörfum
AÐFERÐ:
- Hitið ofninn í 180°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu.
- Setjið möndluhveiti, kókoshveiti, xanthan-gúmmí, lyftiduft og salt í matvinnsluvél og hrærið þar til vel blandað. Hellið eplaediki í á meðan kveikt er á vélinni. Setjið næst eggið og því næst er vatninu hellt saman við. Stöðvið vélina þegar þið sjáið að deig er farið að myndast. Það á að vera klístrað viðkomu. Setjið deigið í plastfilmu og hnoðið í eina, tvær mínútur.
- Látið deigið hvíla í tíu mínútur en einnig er hægt að geyma svona deig í allt að fimm daga í ísskáp.
- Næst er að fletja út deigið. Leggið það á smjörpappír og notið kökukefli til að fletja það út, gott getur verið að leggja aðra örk af pappír yfir deigið þegar þið fletjið það út.
- Fletjið það út í stóran ferhyrning, ca 25x25 cm, og skerið ójöfnu kantana af.
- Penslið brædda smjörinu yfir (eða kókósolíunni) og dreifið „kanilsykrinum“ (3 msk sætuefni á móti 1½ tsk. kanil) yfir. Brjótið deigið saman og skerið í 8-10 lengjur. Takið hverja lengju fyrir sig (samanbrotna) og snúið upp á hana þannig að úr verði hnútur. Einnig má rúlla þeim upp í snúð. Hægt er að frysta þetta hrátt ef þið viljið baka síðar.
- Leggið kanilhnútana á ofnplötu með smjörpappír og bakið í 8-12 mínútur eða þar til þeir fara að brúnast. Ekki baka of lengi því þá harðna þeir.
- Á meðan hnútarnir bakast er tilvalið að búa til kremið.
- Hrærið saman í hrærivél rjómaost og smjör þar til létt. Bætið sætuefni, vanilludropum og salti út í hrærivélarskálina. Ef þið viljið hafa kremið aðeins þynnra er hægt að setja nokkrar teskeiðar af möndlumjólk út í.
- Hellið kreminu yfir heita snúðana og berið strax fram. Þeir eru bestir volgir úr ofninum.
Keto-súkkulaðiís
Fyrir 4-6
- 1 dós kókosmjólk, alls ekki nota fitulitla
- 135-150 g xylitol-sætuefni
- 50-75 g kakó, því meira, því dekkri verður ísinn
- 1/4 tsk. salt
- 1/4 tsk. xanthan-gúmmí
- 480 ml rjómi
- 1 tsk. vanilludropar
- 2 msk. af vodka eða brandíi (valfrjálst)
AÐFERÐ:
- Bætið kókósmjólk, sætuefninu, kakói og salti á pönnu og hafið stillt á miðlungshita.
- Hitið og blandið með töfrasprota eða písk þar til kókosmjólkin er leyst upp og allt hefur blandast vel saman.
- Stráið xanthan-gúmmíi yfir í smáum skömmtum þar til það blandast vel saman við.
- Það gætu komið loftbólur en athugið að ekki séu kekkir.
- Takið af hellunni og látið blönduna kólna alveg.
- Þeytið rjómann. Bætið vanilludropum út í hann og því næst súkkulaðimixtúrunni.
- Ef þið viljið smá vínbragð, bætið þá víninu útí í lokin.
- Hellið blöndunni í gott form og frystið í a.m.k. 4-6 tíma eða lengur.
- Gott er að taka ísinn út stuttu áður en hann er borinn fram.