Grillað rib eye með timian smjöri og bökuðum kartöflum

Grillað rib eye að hætti Svenna.
Grillað rib eye að hætti Svenna. Skapti Hallgrímsson

Sveinn Sævar Frímannson heldur þétt um spaðana á hinum rómaða veitingastað Berlín á Akureyri. Sveinn, eða Svenni er jafnframt afkastamikill grillari og þeir sem eru svo heppnir að fylgjast með honum á Snapchat fá oft hressandi matarmyndbönd úr blíðunni fyrir norðan sem hefur verið með eindæmum undanfarið. Það var því auðsótt mál að fá hann til að grilla fyrir okkur tvo af sínum uppáhaldsréttum en hér getur að líta klassískt rib eye og síðan rækjur sem ættu að falla vel í kramið á flestum bæjum.

Grillað rib eye með timian smjöri og bökuðum kartöflum
fyrir 4
  • 4 x 250 g rib eye steikur
  • 4 bökunarkartöflur
  • 300 g smjör
  • ferskt timian
  • 2 msk matarolía
  • salt
  • pipar
  • chilli flögur
Timiansmjör
  • 300 g smjör, gott að taka úr kæli aðeins áður, er sett í hrærivél og hrært. Þegar það er farið að mýkjast er olíunni bætt úti og svo kryddað til með fersku timian, salt, pipar og chilli flögum

Aðferð:

  1. Kartöflurnar skornar í 4 skífur hver, velt upp úr olíu og salt og pipar og bakaðar í ofni við 200 gráður í 12 mín
  2. Grillið hitað í botn og steikurnar kryddaðar með salt, pipar og chilliflögum
  3. Steikurnar grillaðar við fullan hita í 3 mín á hvorri hlið og á sama tíma eru kartöfluskífurnar grillaðar. Hitinn lækkaður á grillinu niður í 120 gráður og steikurnar settar þeim megin sem slökkt er á brennurum. Grillinu lokað og beðið í 6 mín,
  4. Steikurnar látnar svo hvíla í 5-10 mín og gott að gera fallegt salat til að bera fram.
  5. Timian smjörinu er svo bætt ofan á steikurnar og borið fram með fallegu salati og kartöfluskífum
Sveinn Sævar Frímannsson er mikill grillmeistari.
Sveinn Sævar Frímannsson er mikill grillmeistari. Skapti Hallgrímsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert