Grandi Mathöll: Lax

Ásdís Ásgeirsdóttir

„Hugmyndin var að vera með freyðivínsbar og sjávarrétti. Við erum aðallega með kalda sjávarrétti sem við setjum saman á platta,“ segir Dagbjört Hafliðadóttir, einn eigenda Lax.

„Við erum með freyðivínið á krana og viljum koma með smá lúxus inn í daglegt líf Íslendinga. Þetta hefur verið draumur minn í mörg ár þannig að ég hætti í vinnunni sem lögfræðingur í banka og opnaði þennan stað,“ segir hún.

„Sjávarréttaplattinn er langvinsælastur.“

Laxa-ceviche
  • 500 g lax, skorinn í þunna 1 cm teninga
  • 2 saxaðir rauðir chilli
  • 2 smátt saxaðir skallottulaukar
  • 2 msk. repjuolía
  • 1 saxað búnt af kóríander
  • 4 límónur, börkur og safinn
  • 1 mangó, skorinn í litla bita
  • salt og pipar

Hrærið öllu saman og látið fiskinn „eldast“ í límónusafanum í a.m.k. 30 mínútur áður en borið er fram.

Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert