Grandi Mathöll: Rabbar Barinn

Ólafur Kári Ragnarsson elskar Mathallir eins og vera ber.
Ólafur Kári Ragnarsson elskar Mathallir eins og vera ber. Ásdís Ásgeirsdóttir

Rabbar Barinn heitir staður sem var opnaður fyrst á Hlemmi en er nú einnig kominn á Granda. Starfsmaðurinn Ólafur Kári Ragnarsson segir þau elska mathallir og eru þau því afar ánægð að hafa opnað á Mathöll Granda.

„Við bjóðum upp á súpur og samlokur en uppáhaldsrétturinn er humar- og beikonlokan. Hún selst eins og heitar lummur. Við bjóðum líka upp á grænmeti í lausasölu sem selst mjög vel enda allt íslenskt beint frá bónda,“ segir hann.

Humar- og beikonloka
  • 1 súrdeigsbolla frá Brauð og co
  • lúka klettasalat
  • 3 sneiðar tómatar
  • 2-3 sneiðar steikt beikon
  • nokkrir góðir bitar steiktur humar
  • basilmajónes

Smyrjið hvorn helming með basilmajónesi. Setjið hráefnin ofan á og grillið í borðgrilli.

Humarlokan sem slegið hefur í gegn.
Humarlokan sem slegið hefur í gegn. Ásdís Ásgeirsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert