Súkkulaðikaka sem er bara fyrir fullorðna

mbl.is/Sprinkle Bakes

Ef það er til eitthvað betra en glas af góðu rauðvíni þá er það sneið af rauðvíns-súkkulaðiköku. Þessi kaka er bara fyrir fullorðna, en af henni er afgerandi rauðvínsbragð og er því upplagt að skella í hana ef rauðvínsunnendur eru á heimilinu. Af þessari köku sérstakt en alveg dásamlega gott bragð, en rauðvín fer afar vel með súkkulaði svo úr verður fyrirtaks blanda. Rauðvíns-glassúrinn setur svo punktinn yfir i-ið. Það er því ekki neitt annað í stöðunni en að draga tappann úr flöskunni og hita ofninn í 165 gráður.

Syndsamlega góð rauðvíns-súkkulaðikaka

Í kökuna fer:

  • ¾ bolli rauðvín
  • ½ bolli kakó
  • 1 og ¾ bolli hveiti
  • 1 og ¾ bolli sykur
  • 1 og ½ tsk. matarsódi
  • 1 tsk. salt
  • 7 stór egg
  • ½ bolli olía
  • ¼ tsk. vínsteinslyftiduft

Í glassúrinn fer:

  • 200 gr. dökkt súkkulaði
  • ½ bolli flórsykur
  • ½ bolli rauðvín (við mælum með Pinot Noir)
  • ½ tsk. salt
  • ¼ bolli smjör

Aðferð

  1. Hitið rauðvínið í örbylgju á hæstu hitastillingu í um eina mínútu. Bætið þá kakóinu saman við og hrærið þar til kakóið hefur blandast rauðvíninu vel. Leggið skálina til hliðar og leyfið blöndunni að kólna.

  2. Takið stóra skál og blandið saman hveiti, sykri, matarsóda og salti. Aðskiljið eggjarauðurnar og hvíturnar. Takið aðra skál og blandið í hana eggjarauðum og olíu. Bætið því svo saman við þurrefnin og skellið rauðvíns-kakóblöndunni út í. Hrærið vel og vandlega þar til deigið er mjúkt og laust við kekki.

  3. Takið stóra skál og þeytið saman eggjahvítur og vínsteinslyftiduft þar til eggjahvíturnar verða vel stífar. Blandið því næst þeyttu eggjahvítunum varlega saman við deigið með sleikju þar til engar hvítar rákir sjást lengur í deiginu.

  4. Takið kökuform og smyrjið að innan með feiti. Hellið deiginu í formið og bakið við 165 gráður í 55-60 mínútur. Leyfið kökunni að kólna vel í forminu að bakstri loknum. Gott er að renna hníf meðfram brúnum mótsins og hrista mótið svo gætilega til að losa um kökuna.

  5. Þá er að búa til rauðvínsglassúr. Bræðið saman súkkulaði, smjör og salt yfir vatnsbaði (eða í örbylgjuofni) og hrærið þar til það er vel blandað. Hrærið þá flórsykurinn saman við. Hitið rauðvínið í potti þar til það rétt sýður. Hrærið þá rauðvíninu varlega saman við súkkulaðiblönduna. Leyfið glassúrnum að standa í um 10 mínútur til að stífna örlítið áður en honum er skellt yfir kökuna. Leyfið rauðvínsglassúrnum að renna ofan á kökuna og niður með hliðunum.

  6. Njótið með góðu glasi af rauðvíni og þeyttum rjóma.
Hér er búið að gera afmæliskerti úr rauðvínstöppum. Algjörlega fullorðins!
Hér er búið að gera afmæliskerti úr rauðvínstöppum. Algjörlega fullorðins! mbl.is/Sprinkle Bakes
Þessi kaka er bara fyrir fullorðna, en af henni er …
Þessi kaka er bara fyrir fullorðna, en af henni er afgerandi rauðvínsbragð, en rauðvín fer afar vel með súkkulaði svo úr verður fyrirtaks blanda. mbl.is/Sprinkle Bakes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert