Það er nauðsynlegt að byrja daginn á einhverju sem er bæði bráhollt og fáránlega gott... eins og þessi dásemdar smoothie sem er líka svo fallegur að það gæti dugað að horfa á hann til að líða betur.
Það er Maria Gomez á Paz.is sem á heiðurinn að þessari snilld.
Morgunverðar smoothie sem bjargar deginum
Uppskriftin miðast við einn, tvöfaldið eða þrefaldið ef þið viljið hafa fyrir 2 eða fleiri.
- Frosin bláber
- Sykurlausa möndlumjólk (fæst í Bónus)
- 1 msk fræblönduna góðu
- 2 tsk hörfræolía
- 1-2 msk frutein duftið með acai bragði
- 1 msk chiafræ
- 1 msk hlynsíróp lífrænt (fæst í Bónus)
- Stundum set ég 1 msk lífrænt hnetusmjör en ekki alltaf
Ofan á:
- Goji ber
- Banana
- Kakónibbur
- Hampfræ
- Pekanhnetur
Aðferð:
- Ég nota alltaf Ninja blandara með minna glasinu í verkið, en það er samskonar blandari og Nutribullet blandari. Ég set eins og hálft glasið af bláberjunum og helli svo möndlumjólkinni yfir jafn hátt og bláberin ná.
- Svo er restinni af innihaldsefnunum bætt út í og blandað í blandaranum þar til það er orðið silkimjúkt og kekkjalaust.
- Þá helli ég því í fallega skál og toppa með ofantöldu, en magnið fer alveg eftir smekk. Ég reyni að hafa það svona eins og það lítur út á myndunum hjá mér.