Veist þú muninn á tertu og köku?

Allar tertur eru kökur, en ekki allar kökur eru tertur.
Allar tertur eru kökur, en ekki allar kökur eru tertur. mbl.is/LindaLomelino

Það hafa eflaust einhverjir klórað sér í kollinum yfir því hver munurinn er á tertu og köku. Til eru heilu spjallþræðirnir á veraldarvefnum sem taka þetta málefni fyrir, og er þar rætt fram og tilbaka um efnislegan mun á þessu sætmeti með ýmsum rökstuðningi. Til að taka allan vafa af málinu gripum við í íslenska orðabók og flettum upp bæði orðinu kaka og orðinu terta. Samkvæmt íslenskri orðabók er kaka: „(ókryddað) brauð, oftast flatt og kringlótt; kryddað og sykrað brauð af ýmissi gerð eða sætur bakaður réttur.“ Skilgreining orðabókarinnar á tertu er hinsvegar eftirfarandi; „kaka sett saman úr tveimur eða fleiri lögum með t.d. kremi, sultu eða rjóma á milli. Einnig stundum kölluð lagkaka.“

Það má því draga þá ályktun að allar tertur séu kökur, en ekki allar kökur séu tertur. Kaka verður, samkvæmt þessu, að tertu þegar annað, þriðja eða fjórða lag bætist ofan á neðsta botninn og einhverju gúmmúlaði er smurt á milli. Dæmi um köku væri þá gamla góða skúffukakan, þar sem er aðeins eitt lag af svampbotni með glassúr ofan á. Nú eða þessi himneska súkkulaðikaka með Bailey's-ganache:


Dæmi um tertu væri hinsvegar til dæmis rjómaterta eða marengsterta á borð við Pavlova-tertu, eða þessa Baby Ruth hnallþóra sem finna má uppskrift að hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka